Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
27.9.2007 | 14:57
Haustjafndægur að baki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 11:56
Fallegt er haustveðrið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 15:41
Pestargangur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 13:44
Haustar að
Nú er haustið í raun komið þó það komi nú einn og einn dagur í dulargervi. Mikið er nú gott að geta unnið heima við stofuborðið en þurfa ekki að hrökklast að heiman undan hávaðasömum vinnuvélum. Geta staðið upp að vild, haft á lágstemmda tónlist og drekka kaffi og te að vild yfir vinnuplöggunum.
Vikan er á hraðferð eins og allar hinar. Verkefnaskil í hverri viku í þessum eina kúrsi sem ég sit í núna. Og svo gaf ég kost á mér í foreldrafélagið úti í skóla og það er alltaf eitthvað stúss í kringum slíkt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2007 | 11:54
Húsvagnarnir tveir
Enn og aftur freistaðist ég í fagurbókmenntirnar í stað þess að vinna verkefnin mín. Greip bókina Tveir húsvagnar úti í Úlfarsfelli um daginn og gat bara ekki sleppt henni fyrr en að loknum lestri. Mæli með henni.
Helgin flaug hjá í heimsóknum og handboltamóti. Nú er heimasætan búin að setja fótboltaskóna á hilluna og þarf að fá nýja innanhússíþróttaskó, - nýju takkaskórnir duga nefnilega ekki á fínu parketgólfunum eins og eru á nýju Valshöllinni undir Öskjuhlíðinni. En það var gaman að fylgjast með hópnum á mótinu - flestar byrjuðu að æfa nú í haust og búnar að mæta á 4-5 æfingar fyrir mótið.
Íþróttaskólinn hjá KR byrjaði líka á laugardaginn og þar var Kristrún að sjálfsögðu mætt og lét ekki sitt eftir liggja í klifri, hoppi og skoppi. Voða gaman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 11:26
Tiltekt
Skellti mér í leiðinlegasta verk í heimi. Í vor tók ég til í herbergi heimasætunnar og átti það að vera í síðasta skipti. Ætlaði henni að taka við. Síðan hafa mánuðir liðið, ryk lagst yfir allt og varla hægt að drepa niður fæti. Loks gafst ég upp en þá er ástandið þannig að ég þyrfti gasgrímu. Þetta er meira dótið sem hægt er að sanka að sér !!!
En nú er bara helgi framundan. Kvöldroðinn í gærkvöldi bar með sér þennan fallega haustdag. Frekar svalt í morgun og fyrsti kuldadagadagur haustsins. En það er svo spennandi að fara að nota kuldagallann aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 10:15
Enn úti í hlöðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2007 | 12:54
Hádegismyrkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 18:18
Nýjustu málin
Það var voða gaman í skoðuninni í dag. Nýjustu mál Kristrúnar eru 99,5 sm og 15,5 kg. Og hún gat hoppað og sá alla stafi (ég sá þá ekki einu sinni alla), þekkti alla hluti og gat talið það sem átti að telja. Hún teiknaði hring en vildi ekki teikna kross - þar komu alls konar hlutir í staðinn úr blýantinum. Nú er bara róleg helgi framundan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 12:29
Allt að komast í sinn vanagang
Það tekur alltaf smátíma á haustin að koma dagskipan í fast form. Vakna og vera komin út tímanlega áður en bjallan gellur. Heimasætan hefur misst áhugann á fótboltanum í bili eftir þrjú ár á vellinum og langar að prófa eitthvað annað. Þá þarf að finna út hvað hentar. En engin breyting verður á hljóðfæranáminu og fyrsti tíminn þar verður í dag.
Litla daman er alveg komin á fast ról í leikskólarútínuna. Hún er áfram á deild með velflestum barnanna sem voru með henni á deild síðasta vetur. En nú í vetur eru þau öll jafnaldra, fædd sama ári í deildinni. Í dag erum við að fara í þriggja og hálfs árs skoðun og mín bíður spennt eftir nýjustu tölunum og sagði með tilhlökkun í morgun: "Ég hef verið svo dugleg að borða, kannski bara mælir hún [hjúkrunarkonan] að ég sé orðin fjögurra ára?" Ja, hver veit ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)