Allt að komast í sinn vanagang

Það tekur alltaf smátíma á haustin að koma dagskipan í fast form. Vakna og vera komin út tímanlega áður en bjallan gellur. Heimasætan hefur misst áhugann á fótboltanum í bili eftir þrjú ár á vellinum og langar að prófa eitthvað annað. Þá þarf að finna út hvað hentar. En engin breyting verður á hljóðfæranáminu og fyrsti tíminn þar verður í dag.

Litla daman er alveg komin á fast ról í leikskólarútínuna. Hún er áfram á deild með velflestum barnanna sem voru með henni á deild síðasta vetur. En nú í vetur eru þau öll jafnaldra, fædd sama ári í deildinni. Í dag erum við að fara í þriggja og hálfs árs skoðun og mín bíður spennt eftir nýjustu tölunum og sagði með tilhlökkun í morgun: "Ég hef verið svo dugleg að borða, kannski bara mælir hún [hjúkrunarkonan] að ég sé orðin fjögurra ára?"   Ja, hver veit ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband