Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Nýtt leikskólaár átti að hefjast í dag

En þurfti ekki daman að leggjast í umgangspest og við erum heima allar þrjár mæðgurnar og erum orðnar nokkuð vel pirraðar hver í aðra. Bætti ekki úr skák að eitthvað ólag er á VHS og DVD tækjum heimilisins en eftir eina DVD í tölvunniróuðust dömur aðeins. Danska myndaserían "min sister's börn"-klikkar aldrei.Við eigum þrjár myndir á dvd-diskum með þessum kvikmyndum og erum búin  að horfa svona 25 sinnum á hverja og það er alltaf jafn gaman.  Mæli með þeim.

Sumarið Inn í og út úr bænum

Við erum búin að vera fastagestir á Hellisheiðinni og í Hvalfjarðargöngunum en nú eru frídagar senn uppurnir. Vinnu- og leikskóladagar fara að taka við. Sú stutta voða spennt að byrja aftur á leikskólanum og hækka upp í elstu deildina. Heimasætan byrjar samt ekki strax í skólanum en verður líka í elstu deildinni (bekknum).

Enn á hlöðunni

Enn erum við netsambandslaus við umheiminn af Hagamelnum. Ætli ljósleiðarakallarnir hafi klippt á aðra víra?

En þá er það blessuð hlaðan okkar allra. Kom fýluferð í gærkvöld. Því miður- sumartími og lokað kl. 5 á daginn. Slapp inn í dag en tók reyndara litlu betra við. Af um 40 tölvum sem notendur hafa aðgang að eru víst bara 4 í lagi. Þegar ég var búin að tékka á 35 tölvum kom starfsmaður og laumaði þessu að mér. Það var búið að taka mig hátt í hálftíma að prófa þessar 35 tölvur. Ég skil ekki af hverju hann lét mér það ekki bara eftir að finna út úr þessu, - það er reyndar vaninn á þessum bæ. Kannski verið nýr starfsmaður og eftir að segja honum að skipta sér sem minnst af gestum.

En

jæja, þar með er þessi pirringurinn farinn og tími til að fara að rölta heim eftir langan Laugavegstúr. Pinklarnir farnir að síga í. ...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband