Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Allt afmæli búið

Mikil hátíðahöld hafa verið hér síðustu daga - enda stóráfangi að verða 11 ára. Þó nokkuð hefur safnast fyrir af myndum sem bíða uppsetningar á síðuna. En það bíður þar til um hægist í skólanum. Þá verður þessi bloggsíða tekin alveg í gegn líka og einhver hluti hennar, a.m.k. myndirnar settar í velvalda áskrift. Sendið mér tölvupóst til að komast á áskrifendalistann. Smellið hér. Njótið dagsins.

Enn og aptur

kominn föstudagur. Aldrei þessu vant komumst við á tónleika í gærkvöldi úti í Háskólabíói. Takk fyrir Lóa að sitja yfir stubbum. Nú í morgun var myrkur og steypirigning og sú stutta var til í allt nema að fara út. Þurfti að skoða allt sem hún fann, - löngu aflagt dót og aldrei þessu vant var ekkert of smábarnalegt svo hún gæti ekki leikið sér með það. Og tókum allar krókaleiðar sem hægt var á leiðinni út á Hagaborg. Vorum enda komnar þangað á ellefta tímanum. Og við hliðið á Hagaborg á útleið horfði ég á eftir strætó bruna framhjá - og beið þá í hálftíma eftir næsta. Búin að fá smá hársnyrtingu fyrir veisluhöld helgarinnar. Hér verður nebbbnnniiiilega veislukaffi klukkan tvö á sunnudaginn.


Úti á safni

Jæja, dagurinn var nú ekki svo slæmur. Við fórum á rölt mæðgurnar, komum við í búðinni og keyptum þvottaduft, sem vonandi reynist betur. Röltum út í tónlistarskóla líka með nikkuna en þangað til við eignumst eigið hljóðfæri ferjum við nikku skólans fram og til baka tvisvar í viku. Svo var bara stórþvottadagur í dag með nýja þvottaduftinu. Öll sængurföt og nærföt dömunnar litlu. Vonandi gengur þessi kláði yfir fljótlega. Það er erfitt að stilla sig um að klóra sér í útbrotum þegar maður er bara þriggja ára. - En verkefni dagsins gengu hægt og ég því komin út á safn að taka smátörn.

Tvær heima

Við Kristrún erum tvær heima í dag. Hún er bíldótt í framan sem ég kenni um að þvottaefnið sem við höfum notað hefur ekki fengist um tíma og Kristrún er eins og stóra systir. Bara ein tegund af þvottaefni kemur til greina. En stóra systir er greinilega komin yfir þann vanda enda að ljúka ellefta árinu innan skamms.

Það er því dekurdagur fyrir dúkkurnar. Þvottapokinn og læknataskan eru komin á loft og það verða því hreinar og hraustar dúkkur og bangsar sem ganga til náða í kvöld. Ég vona að sú afþreying dugi til hádegis og þá þurfum við að finna upp á einhverju öðru.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband