Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
4.9.2007 | 13:24
Rólegra á vesturvígstöðvunum
Í gær lauk loksins viðgerðum á húsinu hér við hliðina á okkur. Vinnan hefur tekið allt, allt of langan tíma með tilheyrandi skarkala. Í morgun fóru verktakarnir burtu með vinnulyfturnar sem eru búnar að suða daginn út og inn. Húsið er glæsilegt og nágrönnum okkur á H28 og H26 er hér með óskað til hamingju með glæsilegt hús. Það er ágætt að fá vinnufrið heima, - alltaf best að sitja við stofuborðið með kaffibollann innan seilingar. Þarf líka að setja trukk í þessar ritgerðir mínar áður en haustönnin fer á fullt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 13:08
Góð ferðahelgi í Gljúfurleit
Hefi dælt inn myndum úr ferð helgarinnar. Því miður koma þær ekki upp í réttri röð en ætti ekki að koma að sök.
Myndirnar eru birtar án ábyrgðar og skoðist á eigin ábyrgð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)