Fallegt er haustveðrið

Enn hrjáir pestin litlu dömuna. Byrjaði með hitaköstum fram að og um helgina. Í gær var hún alveg hitalaus en ljótur hósti hrjáði hana og gerir enn. Hún er því enn heima hjá mömmu sinni og verður í dag. Fær þó að fara í leikskólann á morgun. Hún er orðin hundleið á félagsskap móður sinnar sem á bágt með að bregða sér í spor 15 barna og 3 starfsmanna og fara í allskonar hópleiki. Hún er annars í heimsókn hjá henni Áslaugu á hæðinni fyrir neðan okkur en þar er miklu skemmtilegra að vera. Og mamma notar tækifærið til að vinna að aðkallandi málum. Var svo í þokkabót að fá skammarbréf frá safninu á Melavellinum. Safnið vill fá bækurnar til baka sem ég er með í láni. Þær hafa að vísu verið hér alllengi og hafa áunnið sér vissan sess. En ég þarf sem sé að fara með þær núna og fá þær endurlánaðar... En sektargreiðslurnar slaga stundum upp í bókarverðið. Engin miskunn á þeim bæjum. ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband