25.10.2007 | 12:05
Haustlægðir í s-innu sínu
Það hlýtur að vera von á stórviðri núna, - hef reyndar ekki litið á veðurspána - en loftvogin hríðfellur núna. Veðrið var hressandi þegar við mæðgur röltum út á leikskóla í morgun. Kristrúnu leist reyndar ekki á blikuna um tíma "Nú förum við að fjúka mamma". En svo var svo gaman að ösla í öllum pollunum að hún gleymdi sér alveg. Reyndar voru það nú frekar tjarnir en pollar sums staðar. Öll niðurföll stífluð af laufinu.
Var að taka aðeins til í myndum áðan og ætla að setja nokkrar inn á eftir. Arnheiður er að verða nokkuð lunkinn ljósmyndari og eru nokkrar myndanna frá henni. Og Kristrún dundar við að teikna og lánar líka myndir í albúmið. Nýju myndirnar eru hér: albúm.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 14:07
Ritgerðartörn
Sé að færslur hér hafa verið nokkuð gisnar þennan mánuðinn. Ég tók í síðustu viku aftur til við gömlu, góðu "Bara-ritgerðina" og náði nokkuð góðri skorpu. Hef síðan legið yfir verkefni í gær og í dag og andagiftin verið á frostmarki. Í gær fór loftvogin okkar góða í sögulegt lágmark (á 17 mánaða tímabili) en fer hækkandi núna, þó vísirinn sé nokkuð brokkgengur.
Helgin var góð. Veisla í Garðabænum á laugardaginn og gaman að sjá sístækkandi og nýttlærandi Garðbæingana ungu. Fórum stóran rúnt um Álftanesið í leiðinni og skoðuðum Bessastaði og ný hverfi í sveitinni þar. Vorum svo allt í einu komin inn í land Hafnarfjarðar, að elliheimilinu þar í bæ.
Á sunnudaginn hjóluðum við út í Nauthólsvík í góða veðrinu. Þar gengur mjög hægt að koma upp nýju kaffihúsi en það kom ekki að sök, við vorum vel nestuð enda verða sumir alveg hreint ótrúlega svangir og þyrstir um leið og heimilið fer í hvarf. En þarna hafa nokkrar framkvæmdir verið í rólegheitum. - Einhverjar gamlar gönguleiðir orðnar bílfærar og búið að girða af lóð HR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 18:05
Enn einu sinni kaffileysi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2007 | 17:00
Dalamyndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2007 | 11:49
Törn á törn ofan
Við Kristrún fórum til tannlæknis í morgun og var þetta fyrsta heimsókn dömunnar. Hún var spennt að fara og stóð svo mjög vel. Fylgdist bara mjög vel með öllu og ríghélt í jólahreindýrið sem fékk að fylgja henni í heimsóknina. Allar tuttugu barnatennurnar eru komnar, beinar og fínar. Tannlæknirinn minnti hana á að nammidagur væri bara á laugardögum en í þeim málum vissi Kristrún ekki um hvað hann væri að tala. Við höfum nú ekki haldið að henni sætindum og hún veit ekki ennþá af þessum lögbundna nammidegi þegar foreldrar eru næstum því skikkaðir til að belgja börnin út af sælgæti.
Kristrún er næstum því búin að ná öllum hljóðum. Það sem helst vantar uppá er að bera fram 's' á undan nefhljóðum (n,m) og lokhljóðum (k,t,p). Um daginn hélt hún á smekk og ég ákvað að gera smátilraun að við æfðum okkur á orðinu 'smekkur' með sérstaka áherslu á 's'. Hún varð fljótlega pirruð en fór svo að tala um 'meskinn' - enda miklu auðveldara að bera orðið þannig fram, þ.e. mes-kinn. Ég ákvað snarlega að hætta öllum slíkum tilraunum enda auðveldara fyrir okkur að skilja orðið 'mekkur' en 'meskur'.
Nú hef ég vinnufrið þar til Arnheiður drepur niður fæti heima á þriðja tímanum á leið í spilatíma. Tímanum var breytt svo hún hefur bara 10 mínútur til að fara á milli en þetta sleppur nú allt saman. Það er mjög þægilegt að hafa bæði skólann og tónlistaskólann svona stutt frá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2007 | 14:57
Haustjafndægur að baki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 11:56
Fallegt er haustveðrið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 15:41
Pestargangur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 13:44
Haustar að
Nú er haustið í raun komið þó það komi nú einn og einn dagur í dulargervi. Mikið er nú gott að geta unnið heima við stofuborðið en þurfa ekki að hrökklast að heiman undan hávaðasömum vinnuvélum. Geta staðið upp að vild, haft á lágstemmda tónlist og drekka kaffi og te að vild yfir vinnuplöggunum.
Vikan er á hraðferð eins og allar hinar. Verkefnaskil í hverri viku í þessum eina kúrsi sem ég sit í núna. Og svo gaf ég kost á mér í foreldrafélagið úti í skóla og það er alltaf eitthvað stúss í kringum slíkt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2007 | 11:54
Húsvagnarnir tveir
Enn og aftur freistaðist ég í fagurbókmenntirnar í stað þess að vinna verkefnin mín. Greip bókina Tveir húsvagnar úti í Úlfarsfelli um daginn og gat bara ekki sleppt henni fyrr en að loknum lestri. Mæli með henni.
Helgin flaug hjá í heimsóknum og handboltamóti. Nú er heimasætan búin að setja fótboltaskóna á hilluna og þarf að fá nýja innanhússíþróttaskó, - nýju takkaskórnir duga nefnilega ekki á fínu parketgólfunum eins og eru á nýju Valshöllinni undir Öskjuhlíðinni. En það var gaman að fylgjast með hópnum á mótinu - flestar byrjuðu að æfa nú í haust og búnar að mæta á 4-5 æfingar fyrir mótið.
Íþróttaskólinn hjá KR byrjaði líka á laugardaginn og þar var Kristrún að sjálfsögðu mætt og lét ekki sitt eftir liggja í klifri, hoppi og skoppi. Voða gaman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)