Nýjar myndir

sumarmyndirnar 2008


Síðustu forvöð að safna í vetrarforða...

... og komast með hann í hýði sitt. Heill hellingur af berjum fer til spillis þetta árið austur á Rangárvöllum - bæði bláber og hrútaber - sem ég hef aldrei séð jafn fallega rauð og safarík og þetta haustið.

En síðustu dagar hafa verið viðburðaríkir. Eftir góða helgi (trúi varla að það sé bara vika síðan) í sveitinni - þar sem við skoðuðum landbúnaðarsýninguna á Gaddstaðaflötum - varð orkuþurrð hjá frúnni sem leiddi til tveggja daga sjúkrahússvistar. Kom heim á miðvikudaginn og tek því rólega þessa dagana. Les og spila geisladiska og dorma undir ljúfum tónunum.

Allt er að komast í sínar föstu skorður. Skólar og tómstundir að komast á fast ról. Auðvitað er gott að eiga marga hauka í hornum og eiga góða að en ég get átt til að dotta í miðju sí/amtali. Í því fellst þó enginn áfellisdómur um viðmælandann. Stundum hefur síminn reynst full mikið áreiti og ég slekk þá en les auðvitað skilaboð öðru hverju og það stytti mér oft stundir uppi á spítala þegar ég var búin að telja plöturnar í loftinu. - Yfir og út fyrir helgina.


Ágústafmælin

Greip niður í afmælisdagabókina og fletti yfir ágústmánuð. Sé þar afmælisbörn á öllum aldri.     -Sum farin yfir móðuna miklu en önnur [mis]frá á fæti. Í dag á t.d. Reykjavíkurborg afmæli  - göngulag hennar nokkuð skrykkjótt í bili enda erfitt að skipta um gangtegund og knapa á nokkra daga fresti. Öldinni yngri en borgin er hann Óskar Jensen sem var giftur elstu föðursystur minni, henni Hansínu. Í gær hefði Kristín Lilja föðursystir mín orðið 101 árs  en hún hefur haldið upp á það handan móðunnar. Fyrri dagana í ágúst hefur skósmiðurinn Ferdinand Róbert Eiríksson skráð sig 13. ágúst 1891 og Helgur tvær; Garðarsdóttir  á fjöllum og Harðarson í Austurríki í fyrradag.

Innan um eru svo nöfn sem mig rétt rámar í og engin mynd birtist með í huga mér. Oftast er um að ræða fólk sem hefur tengst fjölskyldunni á Álfhólsveginum tímabundið en náð að mæta í einhverja fermingarveisluna og þar með verið skikkað til að færa sig til bókar.

Ótrúlegt nokk -- bara ein vika í skólabyrjun.Sú stutta er mjög spennt; náði að suða út pennaveski í bókabúðinni um daginn og gleðst yfir hverjum blýantinum sem hún nær í og kemur ofan í úttroðið pennaveskið sitt en vill til að hún er nú fústil að lána foreldrunum skriffæri þegar þeir finna ekki skriffærin sín.


Gestabókin loks komin inn

Vegna kerfisvanda hvarf gestabókin mín úr kerfinu  - og ég hefi saknað þess mjög. En ekki tjáir að deila við kerfið.  En bara bestu kveðjur mínar til lesenda - nær og fjær.

Sé að myndasafnið er að komast nokkuð til daga sinna en uppfærsla þar bíður haustlægðanna.


Hundadögum fækkar

Ég sem hélt að hundadagar væru mesta vætutíð ársins. Þeir hafa kannski verið votir á dögum Jörundar - en eins heitir þetta árið og sumarið getur orðið á þessari breiddargráðu. Og verður svo eitthvað áfram. Gaman - gaman. Var eiginlega of heitt í fyrradag. Þá fórum við systur í bæinn með litlu skotturnar til að sleikja ís á Austurvelli. Gerðum stórinnkaup í ísbúðinni Ingólfstorgi en stútuðum kræsingunum á leiðinni á völlinn. Þegar þrjú stykki höfðu farið forgörðum  gafst ég upp og tók bíl heim enda ekki gaman að flakka um bæinn í ljósum sumarfatnaði með ís- og súkkulaðitauma niður skálmar.  --- En geitungar voru í essinu sínu á Austurvelli  og voru ekki lengi að ýta við þeim þaulsætnustu. Verst þeir fljúgi ekki á næturnar. Gætu komið öllum næturgöltrurum heim til sín á kortéri.

Nýtt leikskólaár átti að hefjast í dag

En þurfti ekki daman að leggjast í umgangspest og við erum heima allar þrjár mæðgurnar og erum orðnar nokkuð vel pirraðar hver í aðra. Bætti ekki úr skák að eitthvað ólag er á VHS og DVD tækjum heimilisins en eftir eina DVD í tölvunniróuðust dömur aðeins. Danska myndaserían "min sister's börn"-klikkar aldrei.Við eigum þrjár myndir á dvd-diskum með þessum kvikmyndum og erum búin  að horfa svona 25 sinnum á hverja og það er alltaf jafn gaman.  Mæli með þeim.

Sumarið Inn í og út úr bænum

Við erum búin að vera fastagestir á Hellisheiðinni og í Hvalfjarðargöngunum en nú eru frídagar senn uppurnir. Vinnu- og leikskóladagar fara að taka við. Sú stutta voða spennt að byrja aftur á leikskólanum og hækka upp í elstu deildina. Heimasætan byrjar samt ekki strax í skólanum en verður líka í elstu deildinni (bekknum).

Enn á hlöðunni

Enn erum við netsambandslaus við umheiminn af Hagamelnum. Ætli ljósleiðarakallarnir hafi klippt á aðra víra?

En þá er það blessuð hlaðan okkar allra. Kom fýluferð í gærkvöld. Því miður- sumartími og lokað kl. 5 á daginn. Slapp inn í dag en tók reyndara litlu betra við. Af um 40 tölvum sem notendur hafa aðgang að eru víst bara 4 í lagi. Þegar ég var búin að tékka á 35 tölvum kom starfsmaður og laumaði þessu að mér. Það var búið að taka mig hátt í hálftíma að prófa þessar 35 tölvur. Ég skil ekki af hverju hann lét mér það ekki bara eftir að finna út úr þessu, - það er reyndar vaninn á þessum bæ. Kannski verið nýr starfsmaður og eftir að segja honum að skipta sér sem minnst af gestum.

En

jæja, þar með er þessi pirringurinn farinn og tími til að fara að rölta heim eftir langan Laugavegstúr. Pinklarnir farnir að síga í. ...

Sjón er sögu ríkari

Svona tókst til með rauðbrúna litinn sem átti að lenda á þakinu.Auðvitað er það kostur að geta notað þaklitinn sem kennileiti. "Húsið með rauða þakinu." Hin rauðu þökin í götunni komast ekki í hálfkvisti við þennan hárauða lit - er þetta ekki tískuliturinn í ár?

Ég hlakka til að heyra ferðasöguna frá Mauritaníu, Feddi. Og þið sem eruð á faraldsfæti í sumar - Það er vel þegið að senda stelpunum póstkort með nokkrum línum. Þau sem nú eru á ísskápnum eru að verða lesin upp til agna.  Ný kort eru því vel þegin - frekar með dýramyndum en mannvirkjum.

KOMIN SUMARSTEMNING Í ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNI- bARA nokkrar eftirlegukindur frá vetrinum og svo föstu gestirnir. Þó heitt sé úti er hálfu heitara inni og loftleysið eftir því. Fólk reikar hér um eins og draugar - örugglega í leit að súrefnistækjum frekar en bókum. Hér þyrfti að setja upp sama búnað og í flugvélum (að grímur falli niður fyrir framan tölvurnar þegar loft fellur hér innanhúss.Tölti nú út í góða veðrið.

 

Nymalad a Hagamel


Sumargabb...

Verð bara að halda áfram í sumar - ekki vil ég missa kveðjurnar þínar út, Feddi-Loks eru líka málararnir búnir og hafa skilið eftir eldrauðasta húsið í bænum  - set inn mynd seinna- Færslur verða kannski stopular í bráð því netið liggur niðri en það er í lagi hér í Árnagarði og é mundi meira að segja eftir klinki í kaffisjálfsalann - en þá vantar bollana í hann. Hér þarf maður að ganga um með allt slíkt í skjóðu sinni. Hvers lags viðskiptahugmynd er þetta - að seljakaffi- án bolla++++´´´´´´´´-Vona að allt fari að kippast í alla liði - gott að vera laus við málara með allt sitt brölt - en gatan er öll úgrafin. Nú skal ljósleiðari í hvert hús. Og nú sem fyrr er keppst við að fínpússa húsin í götunni. Múrviðgerðir. Verið er að byggja 4 bílskúra við húsið andspænis okkur. - JÆja fer að tölta heim. glorsoltin og veit að maturinn bíður hjá bóndanum.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband