Ágústafmælin

Greip niður í afmælisdagabókina og fletti yfir ágústmánuð. Sé þar afmælisbörn á öllum aldri.     -Sum farin yfir móðuna miklu en önnur [mis]frá á fæti. Í dag á t.d. Reykjavíkurborg afmæli  - göngulag hennar nokkuð skrykkjótt í bili enda erfitt að skipta um gangtegund og knapa á nokkra daga fresti. Öldinni yngri en borgin er hann Óskar Jensen sem var giftur elstu föðursystur minni, henni Hansínu. Í gær hefði Kristín Lilja föðursystir mín orðið 101 árs  en hún hefur haldið upp á það handan móðunnar. Fyrri dagana í ágúst hefur skósmiðurinn Ferdinand Róbert Eiríksson skráð sig 13. ágúst 1891 og Helgur tvær; Garðarsdóttir  á fjöllum og Harðarson í Austurríki í fyrradag.

Innan um eru svo nöfn sem mig rétt rámar í og engin mynd birtist með í huga mér. Oftast er um að ræða fólk sem hefur tengst fjölskyldunni á Álfhólsveginum tímabundið en náð að mæta í einhverja fermingarveisluna og þar með verið skikkað til að færa sig til bókar.

Ótrúlegt nokk -- bara ein vika í skólabyrjun.Sú stutta er mjög spennt; náði að suða út pennaveski í bókabúðinni um daginn og gleðst yfir hverjum blýantinum sem hún nær í og kemur ofan í úttroðið pennaveskið sitt en vill til að hún er nú fústil að lána foreldrunum skriffæri þegar þeir finna ekki skriffærin sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband