24.6.2008 | 20:35
Sumarbloggfrí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 12:59
Sá fyrri og sá seinni
Það gekk nokkuð brösuglega í morgun að útskýra fyrir fjögurra barninu að 'sá seinni' væri líka dauður og myndin í blöðunum væri af þeim ísbirni sem var ennþá lífs þá hún fór að sofa að við héldum.
En við komum á 'örugga' landshornið í gærkvöld (fjarri stærstu rándýrum) eftir gott ferðalag um Vestfirðina, - eina viku í Önundarfirði og bættum svo við þremur dögum í Vatnsfirði. Á mánudaginn síðasta gerði hávaðarok og við hreyfðum okkur varla út úr húsið sem reyndar lék á reiðiskjálfi og mér leið stundum eins og ég stigi ölduna á Baldri. Úti á firðinum fylgdumst við með Baldri koma í seinni ferð sína. Skipið lónaði úti fyrir í um klukkutíma en tókst lokst að komast að og skipta um farþega. Í gær sögðu skipperarnir okkur að ekki hefði gengið að kasta landfestum upp á bryggju í rokinu og því hefði þetta tekið allan þennan tíma. Í gær var hins vegar tiltölulega lygnt og siglingin ljúf suður yfir fjörðinn breiða. Fín sundlaug í Hólminum og svo fengum við fínan fisk á fimm fiskum áður en við brunuðum í bæinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2008 | 15:04
Íslenskir villimenn
Hefi séð heldur ljóta mynd dregna upp af villimannslegu framferði Skagfirðinga í þýskum blöðum. Þar sagði sem svo: Á dögunum var villtur Knútur* á ísbreiðunni við Grænland. Hann var svangur og ákvað að synda að íslenskum gnægtarbrunnum þessa litlu 500-600 kílómetrum. Þar var hann skotinn umsvifalaust. Annars staðar þar sem birni ber að landi, eins og á Nýfundnalandi og Noregi, eru þeir svæfðir og flogið með þá til baka.
Kom ekki til baka hvort þeir eru fóðraðir fyrir flugferðina eða sendir jafn svangir til baka.
* Knútur er ungur hvítabjörn í dýragarðinum í Berlín. Birnan hafnaði honum strax við got og gæslumaður í garðinum fóstraði hann þar til hann gat farið að sjá um sig sjálfur. Málið vakti mikla athygli og Knútur varð samnefnari fyrir hvítabirni á sama hátt og allir háhyrningar hétu Keikó fyrir allnokkrum árum.
Bloggar | Breytt 7.6.2008 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 11:16
Skólafrí byrjuð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2008 | 18:04
Uppskrift að gómsætum bjarnarkjöti
Hlýtur að vera stórveisla út um allan Skagafjörð í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2008 | 16:18
Hafís norður af landinu
Hlýtur að þurfa að fljúga ísbjarnarleitarflug yfir alla jaka. Maður getur auðvitað trútt um talað sitjandi uppi á þriðju hæð á melunum, - vitandi að frekar ólíklegt er að einhver slíkur knýi dyra. Komist einhver til Reykjavíkur er auðvitað stærstu og bestu bitana að finna með strandlengjunni.
Nú í næsta mánuði er 25 ár síðan ég lá í tjaldi eina nótt í Hlöðuvík. Það var kolsvartaþoka og úti á víkinni grillti í ísjaka á reki. Svaf ekki rólega þá nótt - hlustandi eftir hverju þruski. Tjalddúkur er nefnilega ekki mikil hindrun ef hvíti bletturinn úti í víkinni hefði verið eitthvað annað en ísjaki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2008 | 16:03
Síð- (eða snemm-) -búið aprílgabb
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2008 | 13:31
Dýrið fellt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2008 | 11:44
Síðasta vetrarstarfið
Í dag er lokadagur í Melaskóla og snemma í morgun gengu börnin um hverfið undir lúðrablæstri og fóru svo út á skólalóð að leika sér. Í raun miklu hentugri dagur fyrir sumardaginn fyrsta en þennan kalda apríldag. Á morgun eru svo einkunnaskil og skólaslit og við tekur svo hefðbundið sumarfrí. Tónlistarskólinn og allar íþróttir eru búnar áður svo hægist heldur betur um hjá börnunum.
Enn skelfur jörð og glerskápurinn okkar merkti einn skjálfta í gærkvöldi - upptökin hafa færst vestur að Skálafelli á Hellisheiði. Fer nú vonandi að ganga yfir.
Blómin komin út á svalir og taka vel við sér í sumarhitunum. Aumingja ísbjörninn norður á Skaga - kominn með lögguna á hælana. Vona þeir fari ekki að drepa hann og birta myndir af bráðinni. En fyndin myndin á útsíðu mogga í dag þar sem álft syndir um með kríu á hausnum. Kom svo ekki bara upp úr dúrnum að álftin sú er úr plasti og verk einhvers íbúa í Ólafsvík að koma fyrir tveimur slíkum álftum á nýgerðum tjörnum í bænum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 11:30
Gullfiskarnir þrír
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)