Gullfiskarnir þrír

Þeir þrír sem eftir eru lifa góðu lífi eftir að við gátum gert ýmsar betrumbætur á aðstæðum þeirra. Nú stendur búrið aldrei í sól. Dælan hafði smám saman verið að missa virkni og stíflaðist alveg á endanum. Eftir að hafa tekið hana niður í frumeindir og hreinsað allt með eyrnapinnum gengdi hún starfi sínu að nýju. Og að endingu fékk ég nýja tegund af fóðri handa þeim sem er í stærri flögum. Það veldur því að matarleifar ef einhverjar verða setjast ekki á botninn og rotna heldur lenda í hreinsunarbúnaði dælunnar. Því hefur demantsfiskurinn og rauðhetturnar tvær verið mjög spræk öll saman að undanförnu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband