Hjólatúr í góða veðrinu

Í gær fórum við Arnheiður að húsvitja í Kópavog. Fórum svo hjólandi og á línuskautum heim, það er, hvor okkar með sínum hætti. Að sjálfsögðu áðum við í Nauthólsvík en eftir það jókst mótvindur og við enduðum með að ganga síðasta spölinn heim. Ég er búin að setja inn nokkrar myndir úr þessari ferð okkar en gengur illa að gera þær sýnilegar.

Hjólatúr

Hjólið

Meiri kuldinn annars, sú stutta leitaði drjúga stund í morgun að bók til að taka með sér í leikskólann og tók loks: Nú er vetur í bæ. Það er meira að segja kominn haustlitur á einhverjar hríslur hér utan við Þjóðarhlöðuna þar sem ég sit í augnablikinu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband