Labbitúr í góða veðrinu.

Lagði malbik undir fót í gær. Gekk fyrst upp á Hlemm með óhjákvæmilegu viðkomu í kaffihúsi á Laugaveginum. Tók strætó í Kópavoginn og arkaði heim þaðan. Hitti akkúrat á Gunnu systur á stoppustöðinni þar sem hún var á leið í heimsókn til mín vestur í bæ með Gunnar Egil í kerrunni. Því var upplagt að verða samferða þeim. Við áðum í Nauthólsvík, - ekkert nema ís og lapþunnt kaffi í boði í sundaðstöðunni. Kaffihúsið potast mjög, mjög, mjööööööööög hægt áfram. Ég sem hélt að borgin hefði ætlað að byggja nýtt hús með trukki. En kannski hefur ekki fengist nema þessi eini smiður til starfa?

Um helgina fórum við á berjaþúfurnar austur á Rangárvöllum og hreinsuðum þær eins og hægt var. Veðrið var eins fallegt og gerist á björtum sumardögum og viðraði vel á þau sem komu í heimsókn á sunnudeginum og röltu með okkur.

Eins og sjá má er kominn smá spurningalisti hér til vinstri á síðuna. Þetta er kannski ekki hávísindalegt uppsett en ég er að skoða hvernig þetta virkar nú allt saman. Svarið endilega (ég rek ekki svörin).

Kaffibollinn búinn og þarfari verk bíða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband