10.4.2008 | 14:45
Vorið kemur og vorið fer - vorið kemur og verður
Vorkoman hefur verið svona eitt skref upp og tvö skref niður undanfarnar vikur. Ég held það sé að snúast núna. Sýnist það vera orðin tvö skref upp og eitt niður. Þá líkar minnkar úthaldið við tölvuna í samræmi við það og innsetning mynda úr páskafríi bíða næsta slagveðursdags.
Enn er ritgerðarvinna á dagskránni sem endist eitthvað fram á vorið. Í þessum eina kúrsi sem ég enn hangi í. Varð að skera nokkuð niður. Fyrst meðan stóruritgerðarskrifin stóðu yfir og svo undirbúningur fyrirlestrarins og hugvísindaþinginu. Sú vinna öll gekk mjög vel og ég hlakka til þegar þessi önn er búin að sumarið kemur.
Kvöldin hafa verið falleg að undanförnu. Í gær sáum við í Snæfellsjökul í vestri og svo blasti Vífilsfell og Bláfjöll við í gylltum sólarlagslitum í skarðinu milli Hótel Sögu og Háskólabíós. Í morgun var slatti af tjöldum (þessum fleygu) mættir í þarann við Ægissíðuna og já, grásleppa og kúttaður steinbítur hékk í hjallinum sem eftir er í Grímsstaðavörinni.
Engin færsla er í þriggja alda bókinni minni góður og hefur ekki verið síðustu daga. Því vilja sum afmæli gleymast. Eins og Ómars sem varð 19 ára um daginn. Til hamingju með það, Ómar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2008 | 10:43
Fjórði apríl er í dag
Bara ef það hefur farið fram hjá einhverjum. - Kíkti í þriggja alda bókina mína (afmælisdagabók sem ég fékk í fermingargjöf). Þar eru tvær færslur fyrir þennan dag : önnur frá konu fæddri á nítjándu öld og hin frá karli fæddum á síðustu öld. Bæði gengin en skildu okkur eftir með hlýjar minningar. Viðurkenni að mér fannst þetta nokkuð hallærislegt á sínum tíma og lagði bókina til hliðar í mörg ár. Fann hana aftur í síðustu flutningum og hálfbrá þegar ég fletti henni og sá hvað margir höfðu skráð sig fæddir á umliðnum öldum.
En fjórði apríl er runninn upp og framlag mitt til dagsins er ekki alveg tilbúið - en fimm klukkutímar til stefnu - svona næstum því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 15:31
Vorannirnar
Sit þessa fallegu daga við tölvuna - en ekki hvað. Er að breyta ritgerðinni minni í hálftímafyrirlestur og það er bara heilmikil vinna. Er samt alltaf á leið með að setja inn myndir af gönguskíðagörpum á Akureyri í dymbilvikunni. En drífið ykkur út í góða veðrið - allir sem vettlingi geta valdið - á hvaða breiddarbaug sem þið standið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 17:44
Heillaóskir
Sendi öllum, nærri og fjarri, páskakveðjur.
Sérstakar kveðjur til Möggu vinkonu sem átti afmæli - aldrei þessu vant á páskadag - og samkvæmt fréttum muntu Magga næst eiga afmæli á páskadag þá þú nærð 300 ára aldrinum.
Og brúðhjónin á Flórída fá alveg sérstaklega góðar kveðjur frá okkur öllum sem söknuðum þess mjög að vera ekki með ykkur í gær. Hlökkum bara til að sjá ykkur.
En við komum heim frá Akureyri á laugardaginn eftir góða viku þar í bæ. Báðar stelpurnar náðu að komast á gönguskíði og næstu daga dunda ég við að setja inn nokkrar skíðamyndir.
Hrafninn á Akureyri hagar sér nokkuð undarlega; heldur til í flokkum í trjám - en lætur sem hann sjái ekki ljósastaurana. - Hvað segja fuglafræðingar um það???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 10:43
Tjaldurinn mættur á Ægissíðuna
Fór í smárölt þá daman litla var komin á leikskólann. Skrapp niður í fjöru. Sá einn tjald á vappi í þanginu að leita sér matar. Horfði á hann dágóða stund - allt þar til kona í kraftgöngu kom með miklum bægslagangi, horfði hvorki til hægri né vinstri og kom styggð að tjaldinum sem flögraði burt.
Þó stóra ritgerðin sé að baki hafi annirnar ekki minnkað að ráði. Í gær gerði ég mér grein fyrir að hálf vika væri í skil að tíu síðna ritgerð sem ég er ekki byrjuð á, þrjár vikur í hálftíma fyrirlestur sem ég ætla að halda um stóru ritgerðina og svo væru tvær ritgerðir og smáfyrirlestur fyrir vorið. Tók þá erfiðu ákvörðun að slaufa öðrum kúrsinum og einbeita mér að fyrirlestrinum næstu vikurnar og svo Gísla sögu. Vil ekki lenda í því stressi að taka ekki eftir vorboðunum og styggja þá.
Gangið hægt um allar dyr núna og styggið ekki vorboðana. Þeir eru ekki allir fleygir. Ekki traðka á krókusunum, páskaliljunum og jafnvel túlipönunum sem áræða að stinga nefinu upp úr moldinu núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 23:08
Bókahlaðborð
Stórar bækur - litlar bækur - þykkar bækur - léttar bækur - þunnar bækur - skemmtilegar bækur - leiðinlegar bækur - frumsamdar bækur - þýddar bækur - skáldsögur - fræðibækur - barnabækur - eldgamlar bækur - splunkunýjar bækur - reifarar - ævisögur - myndabækur - hvaða bækur sem er. Alltaf jafn gaman að kíkja á bókamarkaðinn. Við fórum og grynnkuðum aðeins að birgðunum þar um helgina en erum enn að finna nýjum bókum stað í bókahillum heimilisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 15:46
Hlaupár
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 10:00
Röndóttir túlípanar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 12:16
Útskrift
Útskriftin var í gær - þennan fallega laugardag - síðasta dag í þorra - og ekki byrjar góa illa. Arnheiður og Sverrir brunuðu með skíðin til fjalla í morgun en við Kristrún erum heima, sú stutta eitthvað lasin með skrýtin útbrot.
En það var hátíðleg stund í Háskólabíói í gær þar sem tæplega 300 manns fengu skírteinin sín, Háskólakórinn söng og rektor hélt smá tölu. Það hefði verið gaman að standa þarna með þér, Jóhanna, en til hamingju með þitt skírteini og við höldum upp á þetta saman við gott tækifæri í sumar.
Um kvöldið nutum við veitinga sem Gunna systir hafði útbúið og framreitt í góðum hópi. Bestu þakkir fyrir fallegar kveðjur, kæru vinir. - Og öll hugskeyti skiluðu sér - hvort heldur sem var frá Svíþjóð eða Danmörku, Lundúnum eða Kissimmee.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2008 | 16:04
Eftir ritgerð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)