Fjórði apríl er í dag

Bara ef það hefur farið fram hjá einhverjum. - Kíkti í þriggja alda bókina mína (afmælisdagabók sem ég fékk í fermingargjöf). Þar eru tvær færslur fyrir þennan dag : önnur frá konu fæddri á nítjándu öld og hin frá karli fæddum á síðustu öld. Bæði gengin en skildu okkur eftir með hlýjar minningar. Viðurkenni að mér fannst þetta nokkuð hallærislegt á sínum tíma og lagði bókina til hliðar í mörg ár. Fann hana aftur í síðustu flutningum og hálfbrá þegar ég fletti henni og sá hvað margir höfðu skráð sig fæddir á umliðnum öldum.

En fjórði apríl er runninn upp og framlag mitt til dagsins er ekki alveg tilbúið - en fimm klukkutímar til stefnu - svona næstum því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband