Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
30.5.2008 | 11:30
Gullfiskarnir þrír
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 20:47
Enn titrar jörð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 16:03
Jarðskjálftinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2008 | 11:56
Mæ á fljúgandi ferð
Alltaf nóg við að vera á þessum bæ.
Þann 17. maí náði húsbóndinn fimmtugsaldri og gerðum við okkur nokkra glaða daga af því tilefni. Fórum út að borða með fjölskyldunni á sjálfum afmælisdeginum sem bar upp á laugardag. Daginn eftir var kaffi og meððí fyrir gesti og gangandi. Og svo þann þriðja í afmælinu var fiskisúpa á Barónsstíg fyrir starfsfélaga afmælisbarnsins.
Um nýliðna helgi vorum við fyrir austan í sveitasetrinu og nutum veðurblíðunnar og fuglasöngs. Tókum með okkur sjónvarp austur en vorum búin að fá loftnet uppsett í fyrrasumar. Að sjálfsögðu vildi heimasætan sjá söngvakeppnina og gekk það allt eftir. Helgin fór annars í boltaleiki, göngutúra, steinullartínslu og Parísardaga 1968, nýjustu bók Sig. Pálssonar. Mjög forvitnileg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2008 | 13:54
Vorið í stuttri heimsókn
Fallegt veður þessa dagana - en á því miður að kólna um helgina. Í gær birtist krían á Reykjavíkurtjörn og alltaf gaman að sjá hana, en betra að vera þá hjólandi með viðeigandi höfuðbúnað.
Mismargir tugir fyllast þessa dagana - í gær var það sexfaldur tugur og á laugardaginn fimmfaldur. Þá verður líka hátíð í Bodö. Vona að þið hafið átt góða heimferð, strákar. Sit í Árnagarði við skriftir þessa dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.5.2008 | 13:18
Aukaföllin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2008 | 11:46
Helgarfrí
Nú erum við komin aftur til jarðar sagði sú stutta þegar Herjólfur lagði að bryggju í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Það var mjög gott að hafa fastalandið aftur undir fótum eftir þriggja tíma siglingu og dálítið órólega til að byrja með.
Sigldum frá jörðinni á föstudaginn í miklu blíðskaparveðri. Spegilsléttur sjór og sunnlensku fjöllin skörtuðu sínu fegursta. Framundan var þriggja daga handboltabolt stúlkna - síðasta mót vetrarins. Það voru leikir í gangi frá því snemma á morgnana og frammá kvöld en stelpurnar gátu líka kíkt aðeins á bæinn. Við fjölskyldan kíktum á hraunið og Eldfellið og röltum á Skansinn. Og röltum og röltum um bæinn með Kristrúnu. Skildum bílinn eftir í Þorlákshöfn og nýttum skóna vel í Eyjum. - Góð helgi og dauðþreyttir handboltagarpar sem stútfylltu Herjólf í gær (eða skutfylltu).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)