Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
30.4.2008 | 10:07
Heimaseta (heima-z ?) í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2008 | 13:38
Nú er sumar og gumar kátir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 17:01
Vetrarlok í dag
Síðasti vetrardagur í ferð og á morgun er einn mesti hátíðisdagur ársins, sjálfur sumardagurinn fyrsti. Í minningasjóðnum bregður fyrir svipleiftrum af skjálfandi skátum á Digranesvegi og endalausum ræðuhöldum á Rútstúni. Sem betur fer hafa ræðuhöld að mestu verið aflögð á slíkum tyllidögum.
En deginum verður fagnað í Lundúnaborg, vona ég, til hamingju með daginn, Feddi. - Þú hefur nú ekki verið gamall þegar þú færðir þig til afmælisdagabókar minnar af skriftinni að dæma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 14:00
Myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 14:45
Vorið kemur og vorið fer - vorið kemur og verður
Vorkoman hefur verið svona eitt skref upp og tvö skref niður undanfarnar vikur. Ég held það sé að snúast núna. Sýnist það vera orðin tvö skref upp og eitt niður. Þá líkar minnkar úthaldið við tölvuna í samræmi við það og innsetning mynda úr páskafríi bíða næsta slagveðursdags.
Enn er ritgerðarvinna á dagskránni sem endist eitthvað fram á vorið. Í þessum eina kúrsi sem ég enn hangi í. Varð að skera nokkuð niður. Fyrst meðan stóruritgerðarskrifin stóðu yfir og svo undirbúningur fyrirlestrarins og hugvísindaþinginu. Sú vinna öll gekk mjög vel og ég hlakka til þegar þessi önn er búin að sumarið kemur.
Kvöldin hafa verið falleg að undanförnu. Í gær sáum við í Snæfellsjökul í vestri og svo blasti Vífilsfell og Bláfjöll við í gylltum sólarlagslitum í skarðinu milli Hótel Sögu og Háskólabíós. Í morgun var slatti af tjöldum (þessum fleygu) mættir í þarann við Ægissíðuna og já, grásleppa og kúttaður steinbítur hékk í hjallinum sem eftir er í Grímsstaðavörinni.
Engin færsla er í þriggja alda bókinni minni góður og hefur ekki verið síðustu daga. Því vilja sum afmæli gleymast. Eins og Ómars sem varð 19 ára um daginn. Til hamingju með það, Ómar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2008 | 10:43
Fjórði apríl er í dag
Bara ef það hefur farið fram hjá einhverjum. - Kíkti í þriggja alda bókina mína (afmælisdagabók sem ég fékk í fermingargjöf). Þar eru tvær færslur fyrir þennan dag : önnur frá konu fæddri á nítjándu öld og hin frá karli fæddum á síðustu öld. Bæði gengin en skildu okkur eftir með hlýjar minningar. Viðurkenni að mér fannst þetta nokkuð hallærislegt á sínum tíma og lagði bókina til hliðar í mörg ár. Fann hana aftur í síðustu flutningum og hálfbrá þegar ég fletti henni og sá hvað margir höfðu skráð sig fæddir á umliðnum öldum.
En fjórði apríl er runninn upp og framlag mitt til dagsins er ekki alveg tilbúið - en fimm klukkutímar til stefnu - svona næstum því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)