Vorið kemur og vorið fer - vorið kemur og verður

Vorkoman hefur verið svona eitt skref upp og tvö skref niður undanfarnar vikur. Ég held það sé að snúast núna. Sýnist það vera orðin tvö skref upp og eitt niður. Þá líkar minnkar úthaldið við tölvuna í samræmi við það og innsetning mynda úr páskafríi bíða næsta slagveðursdags.

Enn er ritgerðarvinna á dagskránni sem endist eitthvað fram á vorið. Í þessum eina kúrsi sem ég enn hangi í. Varð að skera nokkuð niður. Fyrst meðan stóruritgerðarskrifin stóðu yfir og svo undirbúningur fyrirlestrarins og hugvísindaþinginu. Sú vinna öll gekk mjög vel og ég hlakka til þegar þessi önn er búin að sumarið kemur.

Kvöldin hafa verið falleg að undanförnu. Í gær sáum við í Snæfellsjökul í vestri og svo blasti Vífilsfell og Bláfjöll við í gylltum sólarlagslitum í skarðinu milli Hótel Sögu og Háskólabíós. Í morgun var slatti af tjöldum (þessum fleygu) mættir í þarann við Ægissíðuna og já, grásleppa og kúttaður steinbítur hékk í hjallinum sem eftir er í Grímsstaðavörinni.

Engin færsla er í þriggja alda bókinni minni góður og hefur ekki verið síðustu daga. Því vilja sum afmæli gleymast. Eins og Ómars sem varð 19 ára um daginn. Til hamingju með það, Ómar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband