Draugahúsið

Sit úti í Þjóðarbókhlöðunni að ýta þessum blessuðu ritgerðum mínum áfram. Er langt komin með Bárðar sögu og skila henni í næstu viku og þá get ég loksins byrjað á "bara"-ritgerðinni sem er nú búin að liggja heilt ár í geymslu og safna þykku ryklagi.

Þó gestum hlöðunnar hafi fjölgað síðustu dagana er alltaf jafnrólegt hér. Því er stjórnað með miklum laga- og reglugerðarbálki: " Það má ekki ...."

Hér má t.d. ekki heyrast í farsímum og oft hrekkur maður í kút þegar einhver ryðst út í stigagang með pípandi tækið í höndunum.

Það má ekki tala upphátt, - né neyta matar eða drykkjar nema niðri í kaffistofu. Ég viðurkenni að ég fer aðeins kringum þessi lög. Súkkulaðihúðaðar kaffibaunir slá á mestu kaffiþörfina milli mála. Og svo er gott að nota essemmessin til samskipta og útréttinga. Það gengur auðvitað ekki að vera alveg sambandslaus við umheiminn.

En auðvitað er þetta hinn besti staður og undan fáu að kvarta nema þessu ofantöldu.

Á morgun ætla ég að skipta um myndir í albúminu. Þið sendið mér nótu ef eitthvað lítur undarlega út því ég er enn að fikta og fikra mig áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband