Hlaupið

Þá er nú Reykjavíkurmaraþonið að baki þetta árið. Við hlupum öll þrjá kílómetrana í góða veðrinu. Kristrún hljóp / gekk heilmikið sjálf en fannst mannfjöldinn í Lækjargötunni yfirþyrmandi og kom í mark í kerrunni. Við röltum svo heim eftir tjarnarbakkanum og þar var boðið upp á róður. Arnheiður reri á árabát með Helgu vinkonu sinni og svo fóru þær hvor á sinn kajakinn og fóru annan hring. Mjög vel til fundið. Við enduðum menningarneysluna í nýopnuðu Norræna húsinu og hlustuðum á músík. Góður dagur. Myndir komnar í albúmið.

Í gær var svo Melaskóli settur og Arnheiður er nú komin í sjötta bekk. Við mættum til skólasetningar; nýr skólastjóri og nýr kennari; þrír nýir krakkar í bekknum en sama kennslustofan. Að vanda var börnunum bent á að þau hefðu stækkað í sumar og þau boðin velkomin til vetrarstarfa.

Starfsemi Hagaborgar er líka að komast í fastar skorður eftir sumarfrí og flest barnanna á Putalandi komin aftur vel úthvíld eftir gott frí, alveg að rifna úr stolti yfir að vera ekki lengur á smábarnadeildunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jújú, nýji skólastjórinn hefur tekið eftir því, sá hann börnin nokkuð fyrir "stækkunina"? ;)

Jóhanna Ósk (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 21:04

2 identicon

jamm, jamm

Salla (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband