Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
29.2.2008 | 15:46
Hlaupár
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 10:00
Röndóttir túlípanar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 12:16
Útskrift
Útskriftin var í gær - þennan fallega laugardag - síðasta dag í þorra - og ekki byrjar góa illa. Arnheiður og Sverrir brunuðu með skíðin til fjalla í morgun en við Kristrún erum heima, sú stutta eitthvað lasin með skrýtin útbrot.
En það var hátíðleg stund í Háskólabíói í gær þar sem tæplega 300 manns fengu skírteinin sín, Háskólakórinn söng og rektor hélt smá tölu. Það hefði verið gaman að standa þarna með þér, Jóhanna, en til hamingju með þitt skírteini og við höldum upp á þetta saman við gott tækifæri í sumar.
Um kvöldið nutum við veitinga sem Gunna systir hafði útbúið og framreitt í góðum hópi. Bestu þakkir fyrir fallegar kveðjur, kæru vinir. - Og öll hugskeyti skiluðu sér - hvort heldur sem var frá Svíþjóð eða Danmörku, Lundúnum eða Kissimmee.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2008 | 16:04
Eftir ritgerð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 17:39
Loksins, loksins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2008 | 16:53
Sunnudagur til ...
Var að skila meginefninu í ritgerðinni. Fínpússning á inngangi og lokaorðum bíður morgundagsins - og hvað þá - trúi því ekki að þetta sé að verða búið.
Höldum upp á daginn í leikhúsinu. Hlakka til. Þakka allar hughreystingar síðustu daga og vikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 23:51
Skiladagur nálgast .....
Hallar í miðnætti. Er langt komin með að klára megintextann í ritgerðinni. Fer ekki að sofa fyrr en hann er búinn. Þá er það inngangur og lokaorð á morgun, og smápillerí eins og heimildaskrá, tilvísanir og myndaskrá. - Kominn tími til að koma þessari langloku út úr húsi. Fer að sprengja 10000 orða þakið - svo það er sjálfhætt.
En búið að vera meira veðrið. Þakið sviptist af stórum hluta hlöðunnar í Breiðadal svo eitthvað hefur gengið á fyrir vestan.
Takk fyrir kveðjuna Jóhanna. Við fylgjumst spennt með texta og myndum. Kristrúnu langar að sjá mynd af rúminu hans Gunnars Egils. Eruð þið með rishæðina líka? Stigar eru mjög styrkjandi fyrir stóra sem litla fætur, mundu það! Bið að heilsa feðgunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 09:06
Vetrarferð um kyndilmessu
Um síðustu helgi fórum við að Hreðavatni. Fórum úr bænum á föstudagskvöldi og brunuðum í Borgarfjörðinn í frostið. Það var komið yfir 20 stig þegar við vorum komin á áfangastað. Það hafði ekki verið rutt að húsinu svo við gengum og selfluttum farangurinn síðustu 75 metrana. Það var kalt að koma út úr bílnum en bjargaði að það var svo til logn. Yfir okkur var stjörnubjartur himinn eins og hann gerist fallegur og ég sá meira að segja stjörnuhrap. Við vorum með skauta en gátum ekki notað þá. Það var greinilegt að fyrir þennan frostakafl hafi verið krapi ofan á ísnum á vatninu og frosinn krapi er ekki gott skautasvell en gott gönguland. Við grófum út úr öllum sköflum við húsin og á endanum voru snjóhúsin orðin fjögur. Hið stærsta var svo stórt að við komumst öll fjögur inn í einu og gátum setið þar við kertaljós. Þar sem svo snjólétt hefur verið undanfarin ár höfðu stelpurnar ekki upplifað snjóhús áður - svo það var nú kominn tími til. Myndir úr ferðinni eru komnar í albúm. Sem og nokkrar myndir af vetrarstemningu á Hagamelnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 12:57
Öskudagur
Gekk á ýmsu í morgunsárið, - mikill spenningur og eftirvænting í gangi. Hér er ein norn og köngulóarmaðurinn, að mig minnir.
Úti á leikskóla tóku alls konar furðuverur á móti okkur. Reyndar voru börnin ekki með það á hreinu hvað þau væru - og fóstran sagði mér að þau skiptu oft um hlutverk - búningurinn skipti þau engu máli. Mér sýndist soldáninn í hópnum vera orðinn teiknimyndapersóna. Nú er nornin í bænum á nammiveiðum - syngjandi - takið vel á móti henni rekist þið á hana. Hinn búningur átti að vera handa Rauðhettu en Kristrún tók það hlutverk ekki í mál - enda stórhættulegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)