Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
14.1.2008 | 12:45
Vetur kóngur um helgina
Fallegt veður um helgina. Á laugardaginn kom í ljós að það var þetta líka fína skautasvell á Tjörninni. Svellið var spegilslétt og hvergi gára eða misgengi. Einu misfellurnar voru næst ráðhúsinu, - þar höfðu endurnar greinilega vappað um meðan vatnið fraus og fótsporin þeirra voru þarna á nokkru svæði. Kom ekki að sök.
Í gær fórum við í smárölt á Þingvöllum. Það var mjög kalt þar - 9 stiga frost - en lygnt. Gátum því setið úti með nestið - sem er auðvitað aðalatriðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2008 | 13:30
Myndir, myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 14:09
Gleðilegt nýtt ár - 2008
Tvær vikur liðnar frá síðustu færslu, - jólin komin og farin og nýtt ár ýtt því gamla inn í aldanna skaut. . . Meginverkefnið þessa dagana er að innprenta dömunum - og sjálfri mér - að það séu til mánudagar, þriðjudagar og virkum dögum tilheyri ákveðnar skyldur. Það séu ekki bara laugardagar og sunnudagar eins og var um tíma og náttfötin vinsælasti klæðnaðurinn. Strax eftir jólin lauk ég loks verkefni haustmissersins og er þeim kúrs nú lokið - fyrsti kúrsinn á masterstigi og fyrsti kúrsinn sem ég næ að ljúka alveg síðan veikindin hófust. Einum kúrs frá í vor er enn ólokið - ritgerð um Bárðar sögu Snæfellsáss er hálfkláruð hér í dótinu mínu - og svo ritgerðin hin eina sanna. En þetta kemur nú allt saman.
Það var mikil gleði á bænum þegar fór að snjóa rétt fyrir jólin. Við náðum að viðra snjóþotur og sleða í brekkunni út við Vesturbæjarlaug en á jóladag viðraði ekki til ferðar austur fyrir fjall þegar gerði byl á Hellisheiði. En við höfðum það gott um jólin og að ég tali ekki um áramótin á Hólum. Hjaltdælingar náðu að brenna gamla árið í bara þokkalegu ári þó flestir landsmenn yrðu að bíða með slíkt fram á nýárið.
Vegna anna dagana fyrir jól náði ég bara að skrifa nokkur jólakort. Var þó komin í emmið í stafrófinu þegar ég sá að með því að stökkva niður í miðbæ næði ég að skutla þeim inn í pósthúsið. Á mínútunni klukkan fimm á þorláksmessudag náði ég sem sé að smeygja bunka inn fyrir þröskuld pósthússins í óþökk og óánægju starfsmanna. Þeir hefndu síðan með því að geyma bunkann fram á nýja árið og kortin mín voru borin út held ég 3. janúar. Næsta ár byrja ég aftast á listanum mínum ef stefnir í ámóta tímaþröng !!! En ég fer að bæta inn nýju myndaalbúmi frá síðustu mánuðum. Er að velja úr safninu ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)