Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
21.11.2007 | 12:50
Allt afmæli búið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 13:17
Enn og aptur
kominn föstudagur. Aldrei þessu vant komumst við á tónleika í gærkvöldi úti í Háskólabíói. Takk fyrir Lóa að sitja yfir stubbum. Nú í morgun var myrkur og steypirigning og sú stutta var til í allt nema að fara út. Þurfti að skoða allt sem hún fann, - löngu aflagt dót og aldrei þessu vant var ekkert of smábarnalegt svo hún gæti ekki leikið sér með það. Og tókum allar krókaleiðar sem hægt var á leiðinni út á Hagaborg. Vorum enda komnar þangað á ellefta tímanum. Og við hliðið á Hagaborg á útleið horfði ég á eftir strætó bruna framhjá - og beið þá í hálftíma eftir næsta. Búin að fá smá hársnyrtingu fyrir veisluhöld helgarinnar. Hér verður nebbbnnniiiilega veislukaffi klukkan tvö á sunnudaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2007 | 19:05
Úti á safni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2007 | 09:36
Tvær heima
Við Kristrún erum tvær heima í dag. Hún er bíldótt í framan sem ég kenni um að þvottaefnið sem við höfum notað hefur ekki fengist um tíma og Kristrún er eins og stóra systir. Bara ein tegund af þvottaefni kemur til greina. En stóra systir er greinilega komin yfir þann vanda enda að ljúka ellefta árinu innan skamms.
Það er því dekurdagur fyrir dúkkurnar. Þvottapokinn og læknataskan eru komin á loft og það verða því hreinar og hraustar dúkkur og bangsar sem ganga til náða í kvöld. Ég vona að sú afþreying dugi til hádegis og þá þurfum við að finna upp á einhverju öðru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)