Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Samúðarkveðjur
Innilegar samúðarkveðju til ykkar allra. Kveðja Ásdís og Sissi
Ásdís Ólafs (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 7. okt. 2008
Haustið og berin
Sæl kæra. Eitthvað varð lítið um berjatínslu fyrir austan síðustu helgi. Óðalseigendur Reynifells höfðu uppi þá kenningu að það hefði verið of mikill þurkur í sumar, öðrum datt í huga að þau hefðu fokið með rokinu. Allaveganna fundust þau ekki nema á einstökum leynistöðum, góðar hrútaberja og bláberjaþúfur. Ferðin til Svíþjóðar tókst að lokum eftir að hafa mætt sólahring of seint á flugvöllinn, gleymt farseðli og vegabréfi í tollinum og farið síðan einnibrautarstöð of seint úr lestinni. Eiginmaðurinn einn ganginn enn standandi á brautarpallinum að undrast um frúna sem aldrei kom.... Segjum svo að ekki sé mikið lagt á sig til þess að lenda í æfintýri :). Kær kveðja frá Svíþjóð. Kristín
Kristín Siggeirsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 6. sept. 2008
From Denmark to Iceland
Sæl vinkona. Ég var einmitt ad finna thig hér i cyberspace. Gaman ad lesa um thig og thinum og skoda myndir. María Björnsdóttir
María Björnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 2. sept. 2008
Hei hó
Gaman að sjá sumarmyndirnar Salla, ætti að taka þig til fyrirmyndar! Og mamma, það er mikil vinna að kynna stórasta land í heimi. Þú hlýtur að fyrirgefa henni þetta ;)
Jóhanna (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 30. ágú. 2008
Guðrún Hanna Óskarsdóttir
Það var mikið fjör í bænum í dag.Af hverju var Dorit ekki í móttökunni á Bessastöðum í kvöld,ég saknaði þess að sjá hana ekki.Skyldi Ólafur vera afbrýðissamur eða hún taki alltof mikla athygli frá honum? Kveðja Gunna
Guðrún Hanna Óskarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. ágú. 2008
Þjóðhátíð
Samheldni þjóðarinnar kom glögglega í ljós í dag þegar tekið var á móti "drengjunum okkar". Efast ekki um að þú hafir fylgst með því "í beinni" eins og um daginn þegar silfurleikurinn sjálfur fór fram. Ræðum það á morgun og margt annað. Kær kveðja frá Kristínu
Kristín (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. ágú. 2008
Til hamingju með Silfrið
Mikið glaður hversu vel gekk hjá drengjunum okkar. Þó ekki hafei ég getað horft á í beinni. Etv eins gott. Jú elsku Gunna ekki veitti af góðum geðlækni þó að ég hafi verið alinn upp við það að íhaldið er ólæknandi! Ástarkveðja heim til ykkar
Feddi (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 24. ágú. 2008
Rigningarkveðja
Sæl mín kæra. Sendi þér kveðju hér úr bænum og vona að þú hafir það gott fyrir austan. Spurning hvort rigni eins mikið þar? Ég hlakka til að heyra hvernig Arnheiði gekk í hlaupinu í morgun og að fá að sjá öll listaverkin sem þær systur hafa gert með öllum litunum og pennunum úr nýju pennaveskjunum sínum. Sjáumst fljótlega. Þín Kristín
Kristín (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 23. ágú. 2008
Guðrún Hanna Óskarsdóttir
Borgarfulltrúar hafa gleymt afmæli borgarinnar núna hafa nóg að gera i sandkastalaleik,það verður ekki langt þangað til að þessi meiri hluti springur með hvelli.Er ekki nauðsynlegt að hafa prest núna í borgarstjórn og góðan geðlækni hvað segirðu um það Feddi minn.Kveðja Gunna
Guðrún Hanna Óskarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 20. ágú. 2008
Takk fyrir síðast
Mikið gaman að sjá ykkur þó stutt væri. Ein brotin tönn en allt klárt nú. Vona að allt sé yndilsegt heima í víðáttunni. Ástarkveðja Feddi
Feddi (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 19. ágú. 2008
Sæl kæra
Notalegt að setjast niður úti á svölum með tebolla, hlusta á fuglasöng og lesa bloggið þitt. Sannarlega kærkomið eftir ferðalög og gesti. Æi, hef ekki fattað að senda mínum kæru póstkort. Skil ekkert í að við höfum ekki rætt það. Hef nú ferðast til 7 landa þegar í ár :(. Skelli einu í póst núna á eftir. Frétti af ykkur við sumó, Reynihlíð hjá Guðný Birnu í gær. Leitt að hún var lasin, sú hefði haft gaman af því að leika við stelpurnar. Kippum því fljótlega í liðinni. Sjáumst fljótlega og mínar allra bestu til ykkar allra.
Kristín Siggeirs (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 23. júlí 2008
Elskuleg
Steypiregn í Lundúnaborg í dag. Mikið gott þegar að mánudagurinn er að baki! Vona ð allt gangi mikið vel og þið njótið sumarsins. Ástarkveðja
Feddi (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 7. júlí 2008
Takk
Glaður að þú heldur áfram ótrauð! Ferlega notalegir pistlarnir þínir. Klikkaði algerlega á póstkortunum í Mauritaníu, þeir eru ekkert í ferðammanna bransanum elskurnar og vita vonlaust að finna frímerki. Stend mig betur næst. Ástarkveðja
Feddi (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 27. júní 2008
Gullið mitt góða dýra
Ekki ánægður að mín hætti að skrifa í sumar. Svo ferlega notalegt að lesa pistlana þína. En þú ræður þar eð þú ert eldri! Vona að allt gangi mikið vel Ástarkveðja Feddi
Feddi (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 24. júní 2008
Gleðilega hátíð!
Sæl mín kæra. Takk fyrir kveðjurnar, vona að veðrið sé orðið eitthvað skárra hjá þér í Vatnsfirðinum. Hér er þokkalegasta veður og yngsta barnabarnið farið út að viðra foreldra sína. Efast nú um að hún finni skrúðgöngu hér en allaveganna búðir handa mömmu sinni til að eyða smávegis aurum í. Reyndi að senda inn aths. varðandi bloggið þitt en gekk ekki. Sannarlega umhugsunarefni þetta með ísbjörninn. Spurning hvað umhverfisráðherra og co. ákveða nú að gera með Knút nr. 2, senda hann heim eins og eðlilegast væri eða senda hann í dýragarð í Köpen? Mínar allra bestu kveðjur til ykkar allra.
Kristín Siggeirsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 17. júní 2008
Áhyggjur af ykkur
Hef andstyggð á jarðskjálftum. Man hversu maður var hræddur sem krakki. Óhuggulegur titringurinn inn í brjóstholinu og sónninn sem fylgir. Léttir að vitaq að allt sé í lagi með liðið okkar. Gott að fiskiræktin sé á uppleið. Off 2 the Canary islands & Mauritania 2 morrow 4 2/52! Ástarkveðja
Feddi (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 30. maí 2008
Guðrún Hanna Óskarsdóttir
Takk fyrir kveðjuna Feddi nú er æskuvinkona þín orðin miðaldra. Kveðja Gunna
Guðrún Hanna Óskarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 29. apr. 2008
kveðja
Til hamingju með daginn Feddi minn og gleðilegt sumar.Gunna
Guðrún Hanna Óskarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 24. apr. 2008
Takk fyrir það elskuleg!
Skömm frá að segja að rithöndin hefur versnað! Já of hugsaðu þér pabbi kenndi skrautskrift! Gleðilegt sumar elsku vinkona! Ávaxtatrén í Lundúnum skarta sínu fegrursta, þrumuveður en fallegur eftirmiðdagur. Ástarkveðja Risastór
Feddi (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 24. apr. 2008
Elskurnar mínar
Flottar myndir, maður fær nú bara vatn í munninn að horfa á grásleppuna og rauðmagann! Búinn að leggja skíðum og skautum en enn smá kalt. Mátt ekki láta fiskabúrið standa í sól og í öllum bænum hafðu umsjá með hversu oft og mikið fiskafóður er skammtað hverju sinni! frábært að þú skildir muna eftir afmæli frú Magneu Guðnýjar Ólafsdóttur, fæddri á Ólafsvöllum á Skeyðum jarðskjálfta vorið mikla! Ástarkveðja til ykkar Systra og auðvitað Matríarkans Mikla.
Feddi (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 18. apr. 2008
Kveðja úr Kópavoginum
Loksins er vorið komið hér í Kópavoginum kominn tími til helgin lofar góðu.Vona að Feddi geti farið að leggja skíðunum. Kveðja Gunna
Guðrún Hanna Óskarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 16. apr. 2008
Guðrún Hanna Óskarsdóttir
Þetta er nú meiri veðurblíðan þessa dagana þó hitinn sé um frostmark bara að klæða sig mun betur en á Florída,þar eru fataskápar ekki stórir fólk þarf ekki að eiga mikinn fatnað þar,takk fyrir kveðjuna Feddi og njótir veðurblíðunnar hjá þér.Gunna
Guðrún Hanna Ókarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 30. mars 2008
Hrafnar voru það, Feddi!!
Tja, já, humm - þessir Akureyringar - fleygu sem ófleygu.
Salla (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 25. mars 2008
Ekki viss elskuleg
Ertu viss að þetta voru hrafnar? Skrítin hegðun, en liðið á Akureyri hefur löngum einkennilegt verið! Honestly! ástarkveðja
Ferdinand Jonsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 25. mars 2008
Gleðilega páska
Elsku vinkona og fjölskylda. Okkar bestu páskakveðjur með ósk um þið hafið notið pákanna fyrir norðan þrátt fyrir ekki skemmtilegt veður að því okkur skilst. Kristín og Binnó í Malmö
Kristín (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 23. mars 2008
Annir og bókahlaðborð
Sæl mín kæra. Gat nú svo sem sagt mér að þú sitjir ekki auðum höndum nú frekar en fyrri daginn. Auðlesið að þú þarft ekki að fara á bókamarkað til þess að geta hellt þér í bókalestur fram á vorið. Gott að þú minnkaðir aðeins álagið á þér :). Hér í Malmö sé ég enga vorboða í augnablikinu, snjór yfir öllu og er það óvanlegt. Hinsvegar var ég að koma frá Berlín og þar var vorrigning. Besta veðrið sem sagt heima hjá þér. Kær kveðja frá Kristínu Siggeirsdóttur
Kristín Siggeirsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 18. mars 2008
Elskurnar mínar.
Finnst alveg himneskt að bloggsíðan þín frábæra elsku Salbjörg hefur tekið á sig nýtt form fjarstýringar frá mér og þinni elsku stóru systur. Út í lýðveldis veðrið góða, engan bókalestur, slæmur fyrir augun! Ástarkveðja til ykkar systra frá Lundúnum XX
Feddi (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 11. mars 2008
kveðja
Sammála Fedda Salbjörg um að gera að njóta veðurblíðunnar sem er núna þessa dagana,bestu kveðjur til þín Feddi. Gunna
Guðrún Hanna Óskarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 11. mars 2008
Elskuleg
Vona að þú sért ekki gjörsamlega dottin ofan í skruddurnar elsku Salbjörg mín. Pabbi hefði viljað að þú henntir jafn miklu og þú kaupir, eða gæfir frá þér! Vona að allt gangi sem best. Hlýjar kveðjur til ykkar systra og auðvitað Matríarkans mikla.
Feddi (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 9. mars 2008
Falleg mynd
Óneytanlega hlýnar manni um hjartaræturnar að sjá svona falleg mynd af túlípönum, veitir ekki af nýkomin inn úr kulda og trekki frá Kóngsins Kaupmannahöfn. Sjáumst fljótlega. Kær kveðja frá Kristínu
Kristín Siggeirsd. (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. feb. 2008
Til Hamingju Elsku Salbjörg
Vel gert hjá þér & Innilega til Hamingju! Njóttu vel, hefði svo sannarlega viljað vera í veislunni! Guðrún Hanna klikkar ekki. Skilaðu hjartans kveðjum til fjölskyldunnar þinnar góðu. Hlýjar kveðjur frá mér í Lundúnum. Ástarkveðja RISASTÓR
Feddi (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 25. feb. 2008
Útskriftin og góa
Gaman að veðrið skyldi vera svona gott þegar þú og Jóhanna útskrifuðust og góan byrjaði. Þetta hlýtur að vitja á farsælan starfsferil hjá ykkur og góða góu :). Trúi að Arnheiður og Sverrir hafi komið endurnærð heim eftir fjallaloftið. Bestu kveðjur frá Malmö.
Kristín Siggeirsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 25. feb. 2008
Hjartanlega til hamingju!
Elsku vinkona mín. Okkar Binnós allra bestu hamingjuóskir til þín. Hef hugsað mikið til þín síðustu dag og sérstaklega í gær. Saknaði þess að geta ekki komið til þín í gær og samglaðst með þér og þínum geri það í staðinn hér í Svíþjóð. Sjáumst fljótlega. Kær kveðja frá Kristínu Siggeirsdóttur
Kristín Siggeirsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 24. feb. 2008
Jóhanna Ósk
Til hamingju með daginn Salla mín! Er mikið búin að hugsa heim í dag, vildi að ég hefði getað mætt á Hagamelinn...Vona að allt hafi gengið að óskum! Bestu kveðjur frá sólarlausu Kissimmee...
jóhanna (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 24. feb. 2008
Fimm Sjörnur fyrir mína
Mikið ertu búin að standa þig vel! Til haminju með afraksturinn! Mjög ánægður með mína! Kveðja frá mér og páskaliljunum í Lundúnum, já og hjartans hamingju óskir til Matríarkans mikla JGB!
Feddi (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 16. feb. 2008
Jóhanna
Trúi að það sé þungu fargi af þér létt! Mamma sagði mér að það ætti að halda tvöfalt útskriftarpartý í tilefni dagsins. Ég verð bara að skála við sundlaugina, þá sjaldan að maður lyftir sér upp ;) Þú mátt segja frænku minni að mynd af rúminu hans Gunnars Egils komi á síðuna á morgun :)
Jóhanna (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. feb. 2008
Flott hjá þér!
Vel gert! Njóttu nú þess að slappa aðeins af, frú mín góð. Ástarkveðja Risastór, héðan úr vor-veðrinu....
Feddi (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. feb. 2008
Jóhanna Ósk
Til hamingju með skilin!! Fínar myndirnar af norninni og spiderman/rauðhettu :) Sólarkveðjur úr bleika húsinu...
Jóhanna Ósk (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 9. feb. 2008
Sólarkveðja
Gangi þér vel á lokasprettinum Salla mín! Ég hugsa heim á hverjum degi og vona að það sé ekki farinn að vaxa á þér mosi eftir setuna á bókhlöðunni ;) Skilaðu kossum og knúsi til minni og minnstu á Hagamelnum frá okkur Gunnari Agli! Kv. frá Kissimmee
Jóhanna Ósk (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 4. feb. 2008
Salibuna í Álfabrekku
Er til líka! Etv smá vor í lofti hérna í Bethnal Green í gær, allt of snemma en samt mjög notalegt. Varir ekki lengi. Pisltarnir þínir mjög skemmtilegir og notalegir. Bestu Kveðjur FJ
Feddi (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 29. jan. 2008
Fínar skautamyndir frú mín góð!
Reglulega fínar myndirnar af ykkur genginu á Rvk Tjörn. Hefði gjarnan viljað sjá vinkonu mína sína lystir sínar líka! Mikið kalt hérna megin en ekki skautafært ennþá, nema á eh inni svellum. Ástarkveðja FJ
Feddi (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 26. jan. 2008
Meiri dýrðin, vetrarríkið heima!
Takk kærlega fyrir myndirnar elsku vinkona. Rosa yndilsegur snjórinn. Rok og endalaus rigning hérna megin! ástarkveðja frá Lundúnum elskuleg Feddi
Ferdinand Jonsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. jan. 2008
Ferlega skemmtilegir pistlar elskuleg
Flottar myndir elsku vinkona og yndislegur texti. Ástarkveðja frá Lundúnum Feddi
Feddi (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 14. jan. 2008
Hanna Birna
Salla þú ert FRÁBÆR ljósmyndari. Meirháttar myndir !
Hanna Birna (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 19. okt. 2007