1.8.2008 | 14:02
Hundadögum fækkar
Ég sem hélt að hundadagar væru mesta vætutíð ársins. Þeir hafa kannski verið votir á dögum Jörundar - en eins heitir þetta árið og sumarið getur orðið á þessari breiddargráðu. Og verður svo eitthvað áfram. Gaman - gaman. Var eiginlega of heitt í fyrradag. Þá fórum við systur í bæinn með litlu skotturnar til að sleikja ís á Austurvelli. Gerðum stórinnkaup í ísbúðinni Ingólfstorgi en stútuðum kræsingunum á leiðinni á völlinn. Þegar þrjú stykki höfðu farið forgörðum gafst ég upp og tók bíl heim enda ekki gaman að flakka um bæinn í ljósum sumarfatnaði með ís- og súkkulaðitauma niður skálmar. --- En geitungar voru í essinu sínu á Austurvelli og voru ekki lengi að ýta við þeim þaulsætnustu. Verst þeir fljúgi ekki á næturnar. Gætu komið öllum næturgöltrurum heim til sín á kortéri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.