Enn á hlöðunni

Enn erum við netsambandslaus við umheiminn af Hagamelnum. Ætli ljósleiðarakallarnir hafi klippt á aðra víra?

En þá er það blessuð hlaðan okkar allra. Kom fýluferð í gærkvöld. Því miður- sumartími og lokað kl. 5 á daginn. Slapp inn í dag en tók reyndara litlu betra við. Af um 40 tölvum sem notendur hafa aðgang að eru víst bara 4 í lagi. Þegar ég var búin að tékka á 35 tölvum kom starfsmaður og laumaði þessu að mér. Það var búið að taka mig hátt í hálftíma að prófa þessar 35 tölvur. Ég skil ekki af hverju hann lét mér það ekki bara eftir að finna út úr þessu, - það er reyndar vaninn á þessum bæ. Kannski verið nýr starfsmaður og eftir að segja honum að skipta sér sem minnst af gestum.

En

jæja, þar með er þessi pirringurinn farinn og tími til að fara að rölta heim eftir langan Laugavegstúr. Pinklarnir farnir að síga í. ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband