18.6.2008 | 12:59
Sá fyrri og sá seinni
Það gekk nokkuð brösuglega í morgun að útskýra fyrir fjögurra barninu að 'sá seinni' væri líka dauður og myndin í blöðunum væri af þeim ísbirni sem var ennþá lífs þá hún fór að sofa að við héldum.
En við komum á 'örugga' landshornið í gærkvöld (fjarri stærstu rándýrum) eftir gott ferðalag um Vestfirðina, - eina viku í Önundarfirði og bættum svo við þremur dögum í Vatnsfirði. Á mánudaginn síðasta gerði hávaðarok og við hreyfðum okkur varla út úr húsið sem reyndar lék á reiðiskjálfi og mér leið stundum eins og ég stigi ölduna á Baldri. Úti á firðinum fylgdumst við með Baldri koma í seinni ferð sína. Skipið lónaði úti fyrir í um klukkutíma en tókst lokst að komast að og skipta um farþega. Í gær sögðu skipperarnir okkur að ekki hefði gengið að kasta landfestum upp á bryggju í rokinu og því hefði þetta tekið allan þennan tíma. Í gær var hins vegar tiltölulega lygnt og siglingin ljúf suður yfir fjörðinn breiða. Fín sundlaug í Hólminum og svo fengum við fínan fisk á fimm fiskum áður en við brunuðum í bæinn.
Athugasemdir
prufa
Salbjörg Óskarsdóttir, 18.6.2008 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.