Mæ á fljúgandi ferð

Alltaf nóg við að vera á þessum bæ.

Þann 17. maí náði húsbóndinn fimmtugsaldri og gerðum við okkur nokkra glaða daga af því tilefni. Fórum út að borða með fjölskyldunni á sjálfum afmælisdeginum sem bar upp á laugardag. Daginn eftir var kaffi og meððí fyrir gesti og gangandi. Og svo þann þriðja í afmælinu var fiskisúpa á Barónsstíg fyrir starfsfélaga afmælisbarnsins.

Um nýliðna helgi vorum við fyrir austan í sveitasetrinu og nutum veðurblíðunnar og fuglasöngs. Tókum með okkur sjónvarp austur en vorum búin að fá loftnet uppsett í fyrrasumar. Að sjálfsögðu vildi heimasætan sjá söngvakeppnina og gekk það allt eftir. Helgin fór annars í boltaleiki, göngutúra, steinullartínslu og Parísardaga 1968, nýjustu bók Sig. Pálssonar. Mjög forvitnileg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband