Vetrarferð um kyndilmessu

Um síðustu helgi fórum við að Hreðavatni. Fórum úr bænum á föstudagskvöldi og brunuðum í Borgarfjörðinn í frostið. Það var komið yfir 20 stig þegar við vorum komin á áfangastað. Það hafði ekki verið rutt að húsinu svo við gengum og selfluttum farangurinn síðustu 75 metrana. Það var kalt að koma út úr bílnum en bjargaði að það var svo til logn. Yfir okkur var stjörnubjartur himinn eins og hann gerist fallegur og ég sá meira að segja stjörnuhrap. Við vorum með skauta en gátum ekki notað þá. Það var greinilegt að fyrir þennan frostakafl hafi verið krapi ofan á ísnum á vatninu og frosinn krapi er ekki gott skautasvell en gott gönguland. Við grófum út úr öllum sköflum við húsin og á endanum voru snjóhúsin orðin fjögur. Hið stærsta var svo stórt að við komumst öll fjögur inn í einu og gátum setið þar við kertaljós. Þar sem svo snjólétt hefur verið undanfarin ár höfðu stelpurnar ekki upplifað snjóhús áður - svo það var nú kominn tími til. Myndir úr ferðinni eru komnar í albúm. Sem og nokkrar myndir af vetrarstemningu á Hagamelnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband