5.2.2008 | 15:50
Sprengidagur
Sit úti í hlöðu þennan hátíðisdag. Var reyndar að snæða rétt dagsins í mötuneytinu. Var matreiddur eins og í leikskólaeldhúsi - smátt brytjað útí súpuna. En annars ágætt bara. Átti meira að segja fylgja með eftirréttur í kaupbæti - bolla frá í gær. En æi - nei takk - það versta sem ég smakka (eða með því versta) eru gamlar rjómabollur. Hvort sem bökurum eða seljendum líkar betur eða verr - þá verða þeir að henda afgöngunum í lok bolludags - eða frysta til næsta árs ... hmmmm. Í fyrra fór ég með Arnheiði og fleiri stelpum í bæinn og fylgdi þeim í humáttina upp Laugaveginn í söngnammiferð þeirra. Þær fóru, eins og fleiri hópar, inn í bakarí á Laugaveginum og vildu syngja þar. Þau voru boðin velkomin - og boðin bolla að söng loknum. Allar ruslatunnur í kringum bakaríið voru fullar af bollum. Hvernig dettur fólki svona í hug? En þarf að halda áfram með smjörið. Farið að síga langt á seinni hlutann með blessuðu ritgerðina mína.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.