1.2.2008 | 14:34
Helgarfrí
Taka tvö - Var búin að skrifa færslu en gleymdi að vista. Arg.
Greinilega orðin þörf á helgarfrí. Búin að vera í góðri törn í vikunni í ba-ritgerðinni en vantar enn nokkur dagsverk í hana til að fullklára. Fékk reyndar að vita í fyrradag að skilafresturinn væri löngu liðinn - hefði verið til 3. janúar og þær upplýsingar sem ég hefði séð á heimasíðu nemendaskrár væru rangar og hefðu átt að vera farnar út. Jæja en ég var í góðri trú og maður getur ekki staðið í því að hringja út og suður til að sannreyna allar upplýsingar sem eru á netinu. Til hvers eru upplýsingar settar út á vefinn ef ekki til að spara starfsfólk við slíka upplýsingamiðlun?
En jæja - ég tek mér frí um helgina og mæti svo fílefld í býtið á mánudagsmorgun út í bókhlöðu. Nýti mér allan opnunartímann næstu viku þó ég verði farin að dotta ofan í lyklaborðið eins og aðrir kvöldgestir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.