28.1.2008 | 20:54
Samdægur
Aldeilis orðin takkaglöð, - bara tvisvar á dag. Sit úti á bókasafni enn og aftur og var að ljúka við einn kaflann í ritgerðinni og senda hann frá mér. Fæ hann eflaust og vonandi útkrotaðan til baka. En fer að sigla heim - orðin glorsoltin - var aðeins of sein niður í matstofu áður en lokaði þar áðan og þar er engin miskunn. Lokað á mínútunni og ekkert víl. Því miður eru engir sjálfsalar og ég nenni ekki út á bensínstöð.
Gaman að fá kveðjurnar þínar, Feddi, og hafðu þar sem best í stórborginni. Veðurfar og snjóalög eru farin að minna á Álfhólsveginn í denn. Vantar bara að loka götum í bænum með "Varúð, sleðabrekka". Ég væri ennþá til í góða salibunu niður Álfabrekkuna og ofan í Fossvogsdalinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.