16.11.2007 | 13:17
Enn og aptur
kominn föstudagur. Aldrei þessu vant komumst við á tónleika í gærkvöldi úti í Háskólabíói. Takk fyrir Lóa að sitja yfir stubbum. Nú í morgun var myrkur og steypirigning og sú stutta var til í allt nema að fara út. Þurfti að skoða allt sem hún fann, - löngu aflagt dót og aldrei þessu vant var ekkert of smábarnalegt svo hún gæti ekki leikið sér með það. Og tókum allar krókaleiðar sem hægt var á leiðinni út á Hagaborg. Vorum enda komnar þangað á ellefta tímanum. Og við hliðið á Hagaborg á útleið horfði ég á eftir strætó bruna framhjá - og beið þá í hálftíma eftir næsta. Búin að fá smá hársnyrtingu fyrir veisluhöld helgarinnar. Hér verður nebbbnnniiiilega veislukaffi klukkan tvö á sunnudaginn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.