30.10.2007 | 15:30
Vetur kóngur
Nú er gormánuður hafinn og auðvitað ætti maður að vera á haus í slíkri vinnu en best að láta við orðin sitja. Á sunnudaginn horfði ég á beðin í garðinum okkar og tók eftir að þau voru að fara á kaf í arfa. Nennti ekki að fara að reita illgresi og vona að það verði allt horfið þá snjóa leysir í vor.
Kristrún var hæstánægð þegar hún leit út á hvítt umhverfið í gærmorgun og vildi endilega fara á snjóþotu í leikskólann. Ekki varð þó af því enda var búið að sandbera gangstéttina áður en við komumst af stað.
Nú er vetrarfrí framundan í grunnskólum og við notum okkur það. Skjótumst austur yfir Elliðaárnar og Ölfusá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.