25.10.2007 | 12:05
Haustlægðir í s-innu sínu
Það hlýtur að vera von á stórviðri núna, - hef reyndar ekki litið á veðurspána - en loftvogin hríðfellur núna. Veðrið var hressandi þegar við mæðgur röltum út á leikskóla í morgun. Kristrúnu leist reyndar ekki á blikuna um tíma "Nú förum við að fjúka mamma". En svo var svo gaman að ösla í öllum pollunum að hún gleymdi sér alveg. Reyndar voru það nú frekar tjarnir en pollar sums staðar. Öll niðurföll stífluð af laufinu.
Var að taka aðeins til í myndum áðan og ætla að setja nokkrar inn á eftir. Arnheiður er að verða nokkuð lunkinn ljósmyndari og eru nokkrar myndanna frá henni. Og Kristrún dundar við að teikna og lánar líka myndir í albúmið. Nýju myndirnar eru hér: albúm.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.