18.9.2007 | 11:54
Húsvagnarnir tveir
Enn og aftur freistaðist ég í fagurbókmenntirnar í stað þess að vinna verkefnin mín. Greip bókina Tveir húsvagnar úti í Úlfarsfelli um daginn og gat bara ekki sleppt henni fyrr en að loknum lestri. Mæli með henni.
Helgin flaug hjá í heimsóknum og handboltamóti. Nú er heimasætan búin að setja fótboltaskóna á hilluna og þarf að fá nýja innanhússíþróttaskó, - nýju takkaskórnir duga nefnilega ekki á fínu parketgólfunum eins og eru á nýju Valshöllinni undir Öskjuhlíðinni. En það var gaman að fylgjast með hópnum á mótinu - flestar byrjuðu að æfa nú í haust og búnar að mæta á 4-5 æfingar fyrir mótið.
Íþróttaskólinn hjá KR byrjaði líka á laugardaginn og þar var Kristrún að sjálfsögðu mætt og lét ekki sitt eftir liggja í klifri, hoppi og skoppi. Voða gaman.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.