Hádegismyrkur

Umskiptin frá sumri í haust hafa verið óvenju snögg, finnst mér. Ég sit heima að puða yfir verkefnum vikunnar og nú yfir hábjartan daginn er ekki lesbjart. Svo stutt síðan enn var sól og sumarylur ...   Við fórum í Kópavoginn á laugardaginn og þá eins og nú var hellirigning. Við gerðum tilraun til að tína sólber, - þau eru fullþroska og reyndar á síðasta snúningi en það er örugglega geitungabú einhvers staðar þarna í laufþykkninu. Stelpurnar gáfust fljótlega upp en ég þrjóskaðist við - en lét loks undan eftir að einn þeirra beit mig í fingurinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband