10.8.2007 | 10:51
Mér þykir rigningin góð
Sá vangaveltur í fjölmiðlum í vikunni um að sumarið væri liðið hjá. Víst er farið að skyggja á kvöldin en enn eru dagarnir sérlega mildir og gróður tekur kipp í rigningarskúrunum. Reyniberin eru að þroskast og verður nóg fæða handa fuglunum í haust þá þeir fara að safna vetrarforðanum.
Sit við ritgerðarvinnu þessa dagana. Ekki er enn farið að hilla undir lokapunktinn en set trukk í vinnuna þá grunnskólar hefja störf.
Ég vek athygli ykkar á tenglaboxi hér á vinstri jaðrinum undir fyrirsögninni Efni. Þar er til dæmis gestabók, sem ég hvet ykkur til að skrifa í og myndaalbúm með nokkrum sumarmyndum fjölskyldunnar. Set fleiri myndir inn síðar. Og þar sem þetta er nú enn allt á tilraunastigi á ég eftir að gerbreyta útlitinu við tækifæri.
Bestu helgarkveðjur, börnin góð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.