Bíllausir munkar

Hef verið á kafi í bók sem heitir Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn. Yfirkeyrður lögmaður fær hjartaáfall; heldur til Indlands þar sem hann finnur lífsgildin í afskekktu þorpi í Himalayafjöllum. Bókin minnir mig nokkuð á bókina Horfin sjónarmið sem kom út um miðja síðustu öld og fá má að láni á bókasöfnum. Reyndar er langt síðan ég las þá bók en kannski er það bara umhverfið sem þær eiga sameiginlegt. Gerast báðar í leyndum afkimum Himalayafjallgarðsins - Horfin sjónarmið gerist í Tíbet. Þessar bækur eru mjög hollar þeim sem eru að drekkja sér í vinnu og verkefnum. Nú á ég bara síðustu tvo kaflana eftir í Munknum og ætla að njóta þeirra í rólegheitum um helgina.

Njótum öll helgarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband