Fyrsti kaffibolli dagsins

Mjög óvenjulegt en nú fyrst, kl. 10.28, gefst loks tími til ađ setjast niđur međ fyrsta kaffibollann í dag. Fór út í leikskóla í morgun án kaffisopa og ţađ segir auđvitađ til sín. Kaffi vinnur nefnilega á móti gleymskugenunum og í morgun stakk ég skjólfötum á Kristrúnu ofan í tösku hjá mér ţví veđriđ var svo gott. En var ađ finna ţau í töskunni núna. Nenni ekki ađ rölta aftur út í leikskóla međ fötin en vona bara ađ blíđa dagsins haldist.

Ţar sem veđriđ var svo blítt í gćrkvöldi pökkuđum viđ kvöldmatnum ofan í tösku og lögđum í lautartúr. Fyrir valinu voru hvammarnir í Kópavogi; - í sunnanverđum hálsinum. Sátum viđ borđ milli Reynihvamms og kirkjunnar og röltum stíginn svo niđur ađ Hafnarfjarđarveginum međfram Kópavogslćknum. Lćkurinn sá var aldrei nefndur annađ en Skítalćkur á mínum ćskuárum í Kópavogi. Og ţegar ég einu sinni datt í lćknum og fór á bólakaf var mér skellt í bađ heima í öllum fötum. En nú er lćkurinn nokkurn veginn tandurhreinn - sér ađ minnsta kosti til botns - og engan óţef leggur um nágrenniđ. Ţetta er orđin fín gönguleiđ međ lćknum og skemmtileg myndverk barna hér á ţar á leiđinni.

Ćtla ađ setjast út međ síđustu dropana úr bollanum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband