1.8.2007 | 10:48
Sumardagur
Notalegur dagur að baki. Gamlaðist um eitt ár. Spenningurinn var auðvitað mestur hjá litlu dömunum og ég endaði kvöldið með heiðgula kórónu á hausnum, a la Hagaborg.
Stórfjölskyldan kom öll í mat, nema Gunna og Dóri, sem eru austur á fjörðum þessa dagana. En börn þeirra og barnabarnið komu. Við Kristrún fengum að passa Gunnar Egil í fyrsta skipti meðan Jóhanna og Arnheiður skruppu í Kringluna. Í fyrstu var pilturinn sáttur við hlutskipti sitt en fór svo að brýna raddböndin og háorgaði. Snarhætti svo auðvitað um leið og sást í bíl Jóhönnu renna inn í götuna.
Sit heima og reyni að halda mig við ritgerðaefnin. Læt samt hávaðann við framkvæmdir í næsta húsi fara í pirrurnar á mér. Það hafa 3 hús hér í götunni verið í stórviðhaldi í sumar. Byrjað var á því fyrsta snemma í vor og þar eru framkvæmdir á lokasnúningi og húsið orðið hið stórglæsilegasta. Fyrir nokkrum vikum var byrjað á húsinu við hliðina á okkur og það mjatlast áfram, er verið að mála það núna. Loks var nýlega byrjað á húsi úti á horni við Hofsvallagötuna og ef að líkum lætur verða framkvæmdir þar í gangi fram að vetri. Sem sé; allt heila sumarið er undirlagt af vélardrunum. Jæja hætt að tuða núna.
Athugasemdir
Hljómar ömurlega svo ekki sé meira sagt. Bíð þér vinnuherbergi í Hrauntungunni þar sem heyra má saumnál detta.
Kristín (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.