Hafís norður af landinu

Hlýtur að þurfa að fljúga ísbjarnarleitarflug yfir alla jaka. Maður getur auðvitað trútt um talað sitjandi uppi á þriðju hæð á melunum, - vitandi að frekar ólíklegt er að einhver slíkur knýi dyra. Komist einhver til Reykjavíkur er auðvitað stærstu og bestu bitana að finna með strandlengjunni.

Nú í næsta mánuði er 25 ár síðan ég lá í tjaldi eina nótt í Hlöðuvík. Það var kolsvartaþoka og úti á víkinni grillti í ísjaka á reki. Svaf ekki rólega þá nótt - hlustandi eftir hverju þruski. Tjalddúkur er nefnilega ekki mikil hindrun ef hvíti bletturinn úti í víkinni hefði verið eitthvað annað en ísjaki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband