Fćrsluflokkur: Dćgurmál

Strćtó-nostalgía

Fann ţessa mynd í safninu mínu. Strćtisvagnar Reykjavíkur keyptu ţennan vagn nýjan til landsins í kringum 1970 eđa upp úr ţví. Ég held hann hafi veriđ í akstri fyrir Bústađahverfiđ svo til alla sína aksturstíđ. Fađir minn ók honum í 15 ár á móti Jóni Jónssyni, starfsfélaga sínum. Og Jón í ţó nokkurn tíma eftir daga föđur míns. Loks voru eingöngu tveir vagnar orđnir eftir hjá SVR af ţessari gerđ. Ţessum vagni var fargađ en hinn gerđur ađ safngrip. Miđađ viđ lúxusvagnana sem nú keyra á götunum ţykir ţessi kannski ekki merkilegur, en hann skilađi sínu, fossvogsbúar gátu alltaf treyst á hann, - ég held honum hafi bara aldrei orđiđ misdćgurt.

Ég eyddi drjúgum tíma í strćtó á bernskuárunum. Stundum fengum viđ systkinin ađ fylgja pabba á vaktina og fórum ţá hring eftir hring. Ýmislegt vakti furđu mína. Eitt var ţađ hvernig foreldrar hótuđu börnum sínum međ yfirvöldum (og bílstjórunum). Dćmi: "Sittu kyrr, annars hendir bílstjórinn ţér út".  Pabbi minn var ekki trúverđugur sem grýla á börn og ţá fylgdi oft: "Sérđu lögreglubílinn ţarna. Löggan hendir ţér út ef ţú verđur ekki stillt/stilltur núna". Sú kynslóđ sem bjó viđ ţessar hótanir er sú sem er međ uppsteit viđ lögregluna um helgar.  Og sú kynslóđ sem reynt er ađ kaupa til ţess ađ nota ţjónustu strćtisvagna. Sem betur fer hafa greinilega flestir yfirunniđ ótta sinn gagnvart ţessum stéttum ţví mikill áhugi er hjá stúdentum ađ nýta sér strćtisvagna sem samgöngumáta, a.m.k. ţessar tvćr vikur sem liđnar eru af skólaári. Ţađ helst vonandi í vetur.

R14138 copy

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband