Síðasta vetrarstarfið

Í dag er lokadagur í Melaskóla og snemma í morgun gengu börnin um hverfið undir lúðrablæstri og fóru svo út á skólalóð að leika sér. Í raun miklu hentugri dagur fyrir sumardaginn fyrsta en þennan kalda apríldag. Á morgun eru svo einkunnaskil og skólaslit og við tekur svo hefðbundið sumarfrí. Tónlistarskólinn og allar íþróttir eru búnar áður svo hægist heldur betur um hjá börnunum.

Enn skelfur jörð og glerskápurinn okkar merkti einn skjálfta í gærkvöldi - upptökin hafa færst vestur að Skálafelli á Hellisheiði. Fer nú vonandi að ganga yfir.

Blómin komin út á svalir og taka vel við sér í sumarhitunum. Aumingja ísbjörninn norður á Skaga - kominn með lögguna á hælana. Vona þeir fari ekki að drepa hann og birta myndir af bráðinni. En fyndin myndin á útsíðu mogga í dag þar sem álft syndir um með kríu á hausnum. Kom svo ekki bara upp úr dúrnum að álftin sú er úr plasti og verk einhvers íbúa í Ólafsvík að koma fyrir tveimur slíkum álftum á nýgerðum tjörnum í bænum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband