Útskrift

Útskriftin var í gær - þennan fallega laugardag - síðasta dag í þorra - og ekki byrjar góa illa. Arnheiður og Sverrir brunuðu með skíðin til fjalla í morgun en við Kristrún erum heima, sú stutta eitthvað lasin með skrýtin útbrot.

En það var hátíðleg stund í Háskólabíói í gær þar sem tæplega 300 manns fengu skírteinin sín, Háskólakórinn söng og rektor hélt smá tölu. Það hefði verið gaman að standa þarna með þér, Jóhanna, en til hamingju með þitt skírteini og við höldum upp á þetta saman við gott tækifæri í sumar.

Um kvöldið nutum við veitinga sem Gunna systir hafði útbúið og framreitt í góðum hópi. Bestu þakkir fyrir fallegar kveðjur, kæru vinir. - Og öll hugskeyti skiluðu sér - hvort heldur sem var frá Svíþjóð eða Danmörku, Lundúnum eða Kissimmee.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með allt og takk fyrir mig á laugardaginn.

                Hörður

Hörður Óskarsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband