Öskudagur

Gekk á ýmsu í morgunsárið, - mikill spenningur og eftirvænting í gangi. Hér er ein norn og köngulóarmaðurinn, að mig minnir.

Úti á leikskóla tóku alls konar furðuverur á móti okkur. Reyndar voru börnin ekki með það á hreinu hvað þau væru - og fóstran sagði mér að þau skiptu oft um hlutverk - búningurinn skipti þau engu máli. Mér sýndist soldáninn í hópnum vera orðinn teiknimyndapersóna. Nú er nornin í bænum á nammiveiðum - syngjandi - takið vel á móti henni rekist þið á hana. Hinn búningur átti að vera handa Rauðhettu en Kristrún tók það hlutverk ekki í mál - enda stórhættulegt.

DSC06430


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband