Heima í dag

Eftir góða törn er smá törn í hlé. Kristrún er búin að vera kvefuð undanfarna daga og hóstinn var mjög ljótur í gærkvöldi. Hún fær því að vera í fríi í dag og ég skipulegg lokatörnina við ritgerðina. Ég hélt hún yrði róleg með pleimódótið en það er öðru nær. Hún hefur lítið séð af mér undanfarna daga og krefst nú allrar athygli. Reyndar var hún heillengi áðan að klæða sig upp á til að komast í snjóinn úti á svölum en var þar ekki nema í 25 sekúndur. Svo dundaði hún aðeins með landakort yfir Austurríki - mjög skrýtið kort - öll þessi strik út um allt á kortinu - Eru vegirnir í Austurríki gulir og rauðir? Hmmmm. Skrýtnir vegir þar. Svo hlustum við á geisladiskasafnið sem hún fékk í afmælisgjöf - fimm geisladiskar með alls konar lögum. Hana langar reyndar bara að hlusta á Póstinn Pál en hann er ekki enn kominn fram, enda við bara á diski tvö ennþá. En við höfum daginn fyrir okkur.

Verst hvað það er langt til þín, Jóhanna. Ég vildi gjarnan vera kominn á laugarbakkann núna í hitanum. Bestu kveðjur frá okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband