Kári í jötunmóð í dag

Farið að hægjast um eftir annríki. En þetta hafa verið ánægjulegar annir - eins árs afmælið hans litla frænda á föstudag og styttir í búferlaflutninga á þeim bæ.

Fjögurra afmælið var á sunnudaginn og hér skriðu mörg kríli um gólf - fjögur um eins árs, þ.e. tveir tíu mánaða, ein ellefu og svo Gunnar Egill nýorðinn tólf mánaða og eina smákrílið sem enn getur gengið sjálfur. Og ekki nóg með það heldur prílaði hann upp á barnastóla og var stoltur af. En ekki jafnánægður þegar móðir hans kippti honum niður!

En afmælisbarn sunnudagsins vaknaði snemma á þessum stóra degi og var mjög spennt allan daginn. Ætlaði svo aldrei að ná sér niður um kvöldið - en datt loks útaf örþreytt. Hefur helst viljað dunda heima í gær og í dag með fína dótið sitt - en er nú á Hagaborg.

Í gær var svo frídagur í Melaskóla en Arnheiður átti að vinna heimaverkefni um Norðurlönd - og dagurinn fór í það. Skrifaði smáritgerð um Finnland. Og við fundum það út að frægustu Finnarnir væru Sibelius, Lordi, Artti Tuuri, Múmínálfarnir og Aalvar Aalto. Þótt ólíkir séu hafa þeir þó allir borið hróður lands síns út um heimsbyggðina.

Búin að vera læti í veðrinu í nótt. Stundum voru miklir skruðningar uppi á þaki. Sem betur fer voru það ekki plötur að fara - heldur klakastykki að renna niður. Sest við ritgerðina hér og nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband