Síðasti júlídagurinn

Þetta árið er 31. júlí ekki opinber fánadagur. Kannski verður hann það að ári?? Enn of snemmt að segja til um það. En eins og allir vita tekur nýr forseti við völdum (ef einhver eru) þann 1. ágúst árið sem kosið er. Daginn áður er flaggað á opinberum byggingum þeim fyrrverandi til heiðurs. Þannig var flaggað 31. júlí 1980 og 1996, - og örugglega 1968 - en þar sem engar opinberar byggingar voru á Kópavogshálsinum sá ég engar fánahillingar þann dag. Hér um bil á mínútunni miðnætti pípti gemsinn og fyrsta kveðjan komin í hús. Þrátt fyrir forvitnina nennti ég ekki framúr í svefnrofunum. En kærar þakkir, Hrönn.

Blómin á heimilinu hafa blómstrað óvenju mikið í sumar. Hér koma myndir af nokkrum inniblómum:

Kaktusinn   gummiblomid junan

og útiblómin:

        astareldurinn                    begoniur

Myndirnar voru teknar í rigningunni í gær en nú hefur stytt upp og úti er milt veður og gróðurangan í lofti. En tæknin leyfir ekki að ilmurinn fylgi myndunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá blómin blómstra svona fallega á afmælinu þínu . Annað en hér í Malmö þar sem þau eru annað hvort að drukkna eða skrælna þegar ég kem í heimsókn. 

Kristín (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband