Næstsíðasti júlídagurinn

Sit ein heima þennan rigningardag. Tilvalið að nota hann í smá tölvuyfirsetu. Hefi lengið langað að prófa svona tölvublaður. ..

Góð helgi að baki á Hólum. Þar voru góðir söng- og hörputónleikar á föstudagskvöldinu en annars fór helgin í rölt og bíltúra, auk þess sem Hólverjar stjönuðu við fjölskylduna í mat og drykk. Ekki spillir fyrir að vakna við eitt af fyrstu hanagölunum. Kannski ekki með þeim allra fyrstu því Guðbrandur Olgeir var orðinn hálfhás þegar ég komst fram úr. Heimferðin gekk vel með þreyttar skottur sem sváfu drjúgan hluta leiðarinnar.

Næstu vikurnar er ritgerðavinna framundan og ábyrgðarleysi sumarsins að mestu að baki.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleður mig að hitta þig á netinu auk hefðbundinna símtala og kaffihúsahittings. Til hamingju með bloggsíðuna. Hlakka til að lesa hana.

Kveðja

Hrönn

Hrönn (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 16:18

2 identicon

Frábært framtak

Hjartanlega til hamingju með bloggsíðuna. Sannarlega flott síðan eins og við er að búast þar sem þú ert annars vegar. Það verður notalegt að kíkja á hana öðru hvoru og hvíla sig frá hefðbundinni tölvuvinnu.  Ég reyndi að skrifa mig í gestabókina þína en virtist þurfa aðgangsorð . Viltu ekki bara handleiða mig í gengum þetta eins og svo margt annað?

Sumarkveðja frá Kristínu

Kristín (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 18:16

3 identicon

Flott hjá þér Salla mín - Þú kemur alltaf á óvart !

Var að skríða heim úr Ytri-Rangá með 28 laxa og erum við 4 í skýjunum....

kkv

Hanna Birna

Hanna Birna Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband